Fyrrverandi barnastjarnan Macaulay Culkin, sem nú er 32 ára, reykir þrjá pakka af sígarettum á dag og vinir og velunnarar óttast um heilsu hans, ef marka má breska dagblaðið National Enquirer.
Getgátur voru uppi um að Culkin, sem flestir muna eftir úr Home Alone-myndunum, væri djúpt sokkinn í neyslu heróíns og ljósmyndir af leikaranum renndu stoðum undir þær. Nú segja heimildarmenn National Enquire hins vegar að Culkin hafi skipt heróíninu út fyrir tóbak.
Þá heyrast einnig raddir þess efnis að Culkin búi þessa dagana með eiturlyfjafíklinum Pete Doherty, söngvara Babyshambles, í París.
Reykir þrjá pakka á dag
