Lífið

Rowland er bitur út í Beyoncé

Destiny's Child Beyoncé (lengst til vinstri) og Kelly Rowland (lengst til hægri) hafa átt nokkuð ólíku gengi að fagna síðan hljómsveitin vinsælda lagði upp laupana.
Destiny's Child Beyoncé (lengst til vinstri) og Kelly Rowland (lengst til hægri) hafa átt nokkuð ólíku gengi að fagna síðan hljómsveitin vinsælda lagði upp laupana.

Kelly Rowland, sem var í hljómsveitinni Destiny‘s Child ásamt Beyoncé, syngur um samband sitt við stórstjörnuna í laginu Dirty Laundry af næstu plötu Rowland, Talk a Good Game.

Meginþema textans við Dirty Laundry er gremja Rowland vegna þess hvernig ferill söngkonunnar hefur þróast í samanburði við Beyoncé, sem er ein vinsælasta söngkona heims.

Rowland segist oft og tíðum bitur og jafnvel reið út í Beyoncé og kunna því illa að vera í skugga söngkonunnar.

Ekki minni athygli hefur hlotið kafli lagsins sem fjallar um fyrrverandi unnusta Rowland sem beitti hana ofbeldi.

Meðal þess sem kærastinn fyrrverandi sagði við söngkonuna, eftir að hafa brotið rúðu, var að enginn elskaði hana nema hann, hvorki mamma né pabbi Rowland og sér í lagi ekki Beyoncé.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.