Lífið

Vildu enda þetta á góðum nótum

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Mikil eftirsjá Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Atmo, hefur fengið mikil viðbrögð við því að verslunin þurfi að loka í enda maí.fRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Mikil eftirsjá Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Atmo, hefur fengið mikil viðbrögð við því að verslunin þurfi að loka í enda maí.fRÉTTABLAÐIÐ/HAG

„Okkur langaði að enda þetta á góðum nótum,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri hönnunarhússins Atmo en í gær kom í ljós að verslunin lokar þann 26. maí. Ásta segir ástæður fyrir lokuninni vera meðal annars óstöðugt aðgengi að vörum hjá birgjum verslunarinnar sem í langflestum tilvikum eru lítil en vaxandi íslensk hönnunarfyrirtæki.

Húsið opnaði um miðjan nóvember í fyrra og hefur dregið til sín um 35 þúsund gesti og viðskiptavini á þeim tíma. Ásta segir mikla eftirsjá vera að versluninni en ákvörðunin um að loka sé óhjákvæmileg. Meðal annars þurfi að bæta rekstrarumhverfi íslenskra hönnuða eigi verslun á borð við Atmo að ganga upp. Háir tollar, aðflutningsgjöld og hár virðisaukaskattur á hönnunarvöru geri fyrirtækjum og smásölum erfitt fyrir.

„Við höfum fengið mikil viðbrögð við þessum fréttum og öllum finnst mjög leiðinlegt að húsið þurfi að loka,“ segir Ásta sem ítrekar að starfsemi verslunarinnar hafi verið góð reynsla fyrir alla sem að því komu og vonandi sé hægt að endurtaka leikinn síðar. „Ég skora á nýja ríkisstjórn að skoða að gera eitthvað fyrir íslenska hönnun svo að þessi grein deyi ekki út.“ Dagana 17.-26.maí verður lokasala í húsnæðinu á vegum hönnuðanna sjálfra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.