Lífið

Spennið beltin í sjötta sinn

Kvikmyndin Fast and The Furious 6 verður frumsýnd um miðja næstu viku.

Kvikmyndin er sjötta myndin í myndaröðinni Fast and The Furious og skartar Vin Diesel, Paul Walker og Dwayne Johnson í aðalhlutverkum.

Þegar hér er komið til sögu eru ökuþórarnir hraðskreiðu eftirlýstir og eru í útlegð vítt og breitt um heiminn. Lögreglumaðurinn Luke Hobbs, sem leikinn er af Johnson, er á höttunum eftir öðrum hópi glæpamanna en til þess að hafa hendur í hári þeirra þarf hann aðstoð fram Dom Toretto, sem leikinn er af Vin Diesel.

Í skiptum fyrir aðstoðina býður Hobbs Dom og öðrum meðlimum hópsins náðun og því gætu ökuþórarnir snúið aftur til síns heima og fjölskyldna sinna.

Leikstjóri myndarinnar er Justin Lin, sá sami og leikstýrði Fast & Furious 4 og Fast Five, og miðað við þá reynslu ætti hann að hafa leyst þetta verk vel af hendi. Myndin hlýtur 86 prósent í einkunn á kvikmyndasíðunni Rottentomatoes.com.

Vin Diesel, Paul Walker og Dwayne Johnson leika aðalnaglana en fjöldi annarra harðhausa eru í aukahlutverkum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.