Fleiri fréttir Heimsækir veik börn Leikarinn Johnny Depp kom í óvænta heimsókn á barnaspítala í London í síðustu viku. Depp, sem var í borginni til að kynna nýjustu kvikmynd sína, kom klæddur sem sjóræninginn Jack Sparrow og eyddi löngum tíma með börnunum. „Johnny var mjög vinalegur. Hann eyddi löngum tíma í að spjalla við starfsfólk spítalans og sjúklingana og börnin fengu að taka mynd af sér með Jack Sparrow,“ var haft eftir heimildarmanni. Spítalinn sem Depp heimsótti var sá sami og dóttir hans dvaldi á árið 2007 eftir mikil veikindi og með þessu vildi leikarinn þakka starfsfólkinu fyrir vel unnin störf. 7.7.2009 03:00 Stjörnufans á minningarathöfn Jacksons Á morgun fer fram minningarathöfn um Michael Jackson í Staples Center í Los Angeles. Talið er að um 11.000 manns muni sækja athöfnina en aðgangur á hana er ókeypis. Þar af leiðandi komust mun færri að en vildu eins og gefur að skilja. 6.7.2009 21:08 Natalie Imbruglia vekur athygli á neyð veikra kvenna Natalie Imbruglia syngur um einmanakennd og skömm í vinsælasta lagi sínum sem kallast Torn. Og enn beinir Imbruglia sjónum að þessum neikvæðu tilfinningum en hún hefur vakið athygli Sameinuðu þjóðanna á 6.7.2009 19:39 Kveður Michael með stæl „Sko mig langar einfaldlega að gera eitthvað fyrir Michael Jackson. Það er minningarathöfn á morgun og það var akkúrat laust pláss á Nasa á laguardaginn og ég var laus og hljómsveitin Jagúar og allir listamennirnir sem ég hringdi í," segir Páll Óskar Hjálmtýsson aðspurður um minningarviðburð sem haldinn verður á laugardaginn á Nasa. „Þetta verður góðgerðarminningarveisla þar sem við söfnum peningum fyrir Barnaspítala hringsins sem er mjög mikið í anda Michael Jackson. Og ég get alveg þeytt skífum í sjö klukkutíma ef því er að skipta. En ég mun sem plötusnúður fara yfir feril Michael frá barnæsku til dauðadags. „Ákveðinn hápunkur verður þegar hljómsveitin Jagúar stígur á svið. Ég tek nokkur lög og svo mætir Yasmin ásamt dönsurum og þau taka Thriller og Smooth Criminal. Liði á eftir að bilast. Ég get ekki beðið og hlakka mikið til," segir Páll Óskar. „Þetta verður meksíkósk jarðarför þar sem við fögnum frekar lífi og tilveru viðkomandi í stað þess að vera í sorg og sút og eymd og ég held að Michael Jakcson vilji hafa það svoleiðis og þakka fyrir það sem allt sem hann gaf okkur." 6.7.2009 13:22 Afturganga Michael - myndband Ef meðfylgjandi myndband er skoðað má greinilega sjá skuggaveru bregða fyrir á gangi Neverland búgarðsins í beinni útsendingu í þætti Larry King. Margir halda því fram að um afturgöngu Michael Jackson er að ræða. Sjá myndbandið hér. 6.7.2009 10:46 Plötu Jóhanns lekið á netið Þetta kemur mér ekki á óvart. Þetta er bara normið í dag, segir tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson. 6.7.2009 08:00 Vottaði Jackson virðingu sína Madonna vottaði Michael Jackson virðingu sína á tónleikum í gær, sem hún hélt á sama sviði og Micheal ætlaði að hefja tónleikaröð sína siðar í þessum mánuði. 5.7.2009 09:00 Maó formaður fylgist með Davíð Óhætt er að kalla nýjasta viðtali hennar Agnesar Bragadóttur við Davíð Oddsson pólitíska bombu í samfélaginu. Fyrrum forsætisráðherrann, seðlabankastjórinn og formaður Sjálfstæðisflokksins lætur gamminn geysa með miklum krafti. 4.7.2009 17:47 Óskarsverðlaunastjarna fær nýtt heimili Stjarna óskarsverðlaunamyndarinnar, Viltu vinna milljarð, Azharuddin Mohammed Ismail, hefur fengið nýtt heimili. 4.7.2009 16:35 Hamingja á Hólmavík - myndir Hamingjudagar standa sem hæst núna og eru hundruðir mættir á hátíðina á Hólmavík. Þá er Rás 2 meðal annars með útsendingu frá hátíðinni en Felix Bergsson útvarpsmaður og leikari er í bænum. 4.7.2009 11:29 Birgitta og Bensi fengu strák Birgitta Haukdal og maðurinn hennar, Benedikt Einarsson, eignuðust lítinn strák hinn 25. júní. Móður og syni heilsast vel en strákurinn ku vera mikill myndarpiltur. Heimilið að Bakkaflöt 3 í Garðabænum er því í miklum blóma um þessar mundir og lífið leikur við ungu hjónin, sem hafa verið að koma sér fyrir í þessu glæsilega húsi. Ekki verður langt fyrir ættingjana að heimsækja hvítvoðunginn því frændi Benedikts, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á heima beint á móti þeim og tveir aðrir af hinni margfrægu Engeyjarætt búa við þessa virðulegu götu í Garðabænum. 4.7.2009 08:45 Aldrei verið í betra formi Einhver ástsælasti rokksöngvari þjóðarinnar fyrr og síðar, Eiríkur Hauksson, fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag. Hann blæs af því tilefni til mikillar afmælisveislu í Austurbæ. 4.7.2009 08:00 Góðar stundir frá Veðurguðum Hljómsveitin Ingó og Veðurguðirnir gefur út sína fyrstu plötu, Góðar stundir, næstkomandi fimmtudag. Á henni verða tólf lög, þar af fjögur sem hafa verið spiluð í útvarpi að undanförnu og Undir regnbogann sem Ingó söng í undankeppni Eurovision í vetur. 4.7.2009 06:30 Erfitt að segja bless Johnny Depp segir að erfitt hafi verið að kveðja persónuna John Dillinger sem hann leikur í sinni nýjustu mynd, Public Enemies. Myndin fjallar um frægasta bankaræningja Bandaríkjanna, sem olli miklum usla í kreppunni á fjórða áratugnum. „Að segja bless við Dillinger var eins og að kveðja ættingja,“ sagði Depp. Samt telur hann að einna erfiðast hafi verið að kveðja Edward Scissorhands í samnefndri mynd. „Það var erfitt að búa ekki lengur við öryggið sem fólst í því að að leyfa sjálfum sér að vera svona hreinskilinn og berskjaldaður.“ Depp nefnir einnig persónu sína í The Libertine sem hann þurfti hreinlega að breytast í í rúmlega fjörutíu daga. „Þetta var eins og maraþon og þegar ljósin slokknuðu varð allt svart.“ 4.7.2009 04:30 Hvíta bókin seld til Þýskalands, Noregs og Danmerkur „Nei, nei, þetta kemur mér ekkert á óvart. Og ég á von á fleirum, það er áhugi frá hinum enskumælandi heimi. Ég held að þeir hafi þá tilfinningu að kannski hafi ég bara hitt naglann á höfuðið hvað þessi mál varðar,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. 4.7.2009 04:15 Susan Boyle frábær í hljóðverinu Idol-dómarinn Simon Cowell er afar spenntur fyrir nýrri plötu Susan Boyle sem lenti í öðru sæti í raunveruleikaþættinum Britain"s Got Talent. Upptökur á plötunni standa nú yfir og segist Cowell aldrei hafa verið hrifnari af rödd Boyle en einmitt nú. 4.7.2009 04:00 Breytast eftir veðri og vindum Ný fatalína hönnuðarins Jet Korine, #01 Endless Light, verður frumsýnd í versluninni Belleville á Laugavegi í dag. Þetta er fyrsta línan sem hún hannar undir eigin nafni og eru flíkurnar nokkuð sérstakar fyrir þær sakir að þær eru allar unnar á lífrænan hátt. „Ég var búin að starfa í tískubransanum í nokkur ár og fékk svo á endanum ógeð. Ég er með ákveðnar hugmyndir um heiminn og heimilið og vil sjálf hafa sem mest lífrænt og umhverfisvænt í 4.7.2009 04:00 Heiðruðu Jackson á Hróarskeldu Hljómsveitin Hjaltalín heiðraði Michael Jackson á tónleikum sínum á Hróarskelduhátíðinni á fimmtudagskvöld með því að spila lag hans Don't Stop 'til You Get Enough. Lagið var það síðasta sem hún tók fyrir uppklapp. 4.7.2009 03:30 Lindsay afmælisbarn Kevin Jonas, einn Jonas bræðranna, trúlofaðist fyrir stuttu kærustu sinni, Danielle Delassa. Fjölmiðlar hið vestra greina frá því að Kevin hafi beðið hennar daginn eftir tónleika. „Það var erfitt að koma fram og spila kvöldið áður vitandi að ég væri að fara að biðja þessa mögnuðu stúlku um að giftast mér. Hún sagði já, já, já næstum fimmhundruð sinnum ofur hratt," sagði Kevin um bónorðið. Hann og Danielle kynntust á Bahama eyjum fyrir rúmum tvemur árum síðan. 4.7.2009 03:15 Beneath sú fyrsta á Wacken Íslenska þungarokksveitin Beneath spilar á Wacken-tónlistarhátíðinni í lok mánaðarins. 4.7.2009 03:00 Jonas bróðir trúlofast Kevin Jonas, einn Jonas bræðranna, trúlofaðist fyrir stuttu kærustu sinni, Danielle Delassa. Fjölmiðlar hið vestra greina frá því að Kevin hafi beðið hennar daginn eftir tónleika. „Það var erfitt að koma fram og spila kvöldið áður vitandi að ég væri að fara að biðja þessa mögnuðu stúlku um að giftast mér. Hún sagði já, já, já næstum fimmhundruð sinnum ofur hratt," sagði Kevin um bónorðið. Hann og Danielle kynntust á Bahama eyjum fyrir rúmum tvemur árum síðan. 4.7.2009 02:30 Leikstjóri Transformers svarar yfirlýsingum Megan Fox Michael Bay, leikstjóri Transformers kvikmyndanna hefur svarað Megan Fox sem hefur sakað hann um að hugsa meira um tæknibrellur en leikhæfileika í myndum sínum. 3.7.2009 19:59 Sirrý: Ég er súrefnisfíkill - myndband „Ég er að njóta súrefnisins og að vera úti í góða veðrinu. Ég er súrefnisfíkill," segir Sirrý meðal annars í meðfylgjandi myndskeiði þegar Vísir spjallaði við hana í dag. Sirrý, sem er nýkomin frá Spáni, talar meðal annars um námskeiðin hennar, djúpa dali sem fólk tekst á við þegar það horfist í augu við atvinnuleysi og nýja útvarpsþáttinn hennar sem hefst næsta sunnudag á Rás 2. Hér má skoða heimasíðu Sirrýar. 3.7.2009 16:05 Ásdís Rán og Garðar á djamminu - myndir „Þetta var árlegt FHM party því þeir eru nýbúnir að gefa út Topp listann yfir heitustu FHM skvísurnar," svarar Ásdís Rán aðspurð um teitið sem hún og Garðar Gunnlaugsson sóttu eins og myndirnar sýna. Á myndunum má sjá ritstjóra FHM og vinkona Ásdísar, Diönu sem er þekkt tískumodel í Búlgaríu. Þá má einnig sjá forsíðustúlku FHM í þessum mánuði Nikoletu en hún var númer eitt á „topp tíu Hot listanum" hjá FHM. 3.7.2009 15:05 Jackson 2 dögum fyrir dauðann - myndband Á meðfylgjandi link má sjá síðasta myndbandið sem tekið var af Michael Jackson, 50 ára, þar sem hann æfði sig fyrir Lundúnartúrinn framundan. Myndbandið var tekið 23. júní síðastliðinn en Michael lést tveimur dögum síðar. Hann æfði stíft og var í dúndurformi eins og sjá má á myndbandinu hér. 3.7.2009 12:50 Aðeins útvaldir í SILVER-partýinu - myndir/myndband „Gelið kemur á markað í dag á öllum sölustöðum," segir Björgvin Páll Gústavsson handboltakappi í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var við hann rétt í þessu en hann hélt stærsta partí ársins á skemmtistaðnum Oliver síðustu helgi ásamt félaga sínum Loga Geirssyni. Fjöldi manns mætti í partýið þar sem The Silver gelið var kynnt með látum eins og meðfylgjandi myndir sýna. Eingöngu þeir sem fengu boðskort fengu aðgang í partýiið þar sem ekkert ar til sparað. 3.7.2009 11:19 Vesturport og Nick Cave gera nýja leikgerð af Faust „Þetta er búið að vera í þróun í svolítinn tíma, hefur fengið að gerjast í hausnum á manni á hliðarlínunni. En núna er vinnan hafin,“ segir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Vesturportshópurinn vinnur þessa dagana að nýrri leikgerð Faust sem verður jólasýning Borgarleikhússins í ár. Gísli Örn situr nú við að skrifa handritið ásamt þeim Víkingi Kristjánssyni, Birni Hlyni Haraldssyni og Nínu Dögg Filippusdóttur. „Og svo verða Nick Cave og Warren Ellis með tónlistina. Hún spilar stórt hlutverk,“ segir Gísli. 3.7.2009 08:00 Sigur Rós í maraþonmynd Lögin Starálfur og Viðrar vel til loftárása með Sigur Rós hljóma í myndinni The Athlete sem er væntanleg í bíó síðar á þessu ári. Um leikna heimildarmynd er að ræða sem fjallar um eþíópíska maraþonhlauparann Abeke Bikila sem vakti heimsathygli þegar hann vann ólympíugull í Róm berfættur árið 1960, fyrstur Afríkubúa. Níu árum síðar lamaðist hann í alvarlegu bílslysi og barðist hetjulega við að ná heilsu á nýjan leik. 3.7.2009 07:00 Með hjálm við píanóið „Ég held að ég spili með hjálm og ég veit ekki hvort ég þarf að vera með hanska,“ segir píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson, sem spilar á hálfgerðum vígslutónleikum í nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsinu ásamt hljómsveitinni Hjaltalín. Samtónn, samtök tónlistarrétthafa, skipuleggja tónleikana sem verða haldnir í hádeginu á mánudaginn. „Ég verð eiginlega að fá einhvern til að taka þetta upp á filmu. Ég verð að eiga mynd af mér í verkamannagalla að spila Chopin fyrir fólk.“ 3.7.2009 06:00 Framdi ekki sjálfsvíg Leikarinn David Carradine framdi ekki sjálfsvíg heldur lést af völdum súrefnisskorts. Þetta kom fram eftir krufningu sem fjölskylda leikarans lét framkvæma fyrir sig. Carradine fannst nakinn inni í fataskápi með snúru um hálsinn og kynfærin á hótelherbergi í Bangkok hinn 4. júní. Talið er að hann hafi dáið í miðri kynlífsathöfn. „Hann lést ekki af náttúrulegum orsökum og ekki vegna sjálfsmorðs. Hann virðist því hafa dáið af slysförum,“ sagði læknirinn sem framkvæmdi krufninguna. Niðurstöðu úr krufningu sem lögreglan í Taílandi lét framkvæma á Carradine er væntanleg á næstu dögum og þar gætu nýjar upplýsingar komið í ljós. 3.7.2009 05:00 Sorglegur lokaþáttur Michael Emerson, sem leikur illmennið Benjamin Linus í Lost, spáir því að lokaþátturinn verði sorglegur. „Ég held að endirinn verði ekki á léttu nótunum,“ sagði Emerson. „Ég held að við eigum eftir að sjá miklu fleiri deyja eftir því sem nær dregur endinum. Ég giska á að einhverjar þekktar persónur deyi. Ég er handviss um að endalokin verði fyrst og fremst gerð fyrir fullorðna áhorfendur.“ Sjötta og síðasta þáttaröð Lost verður frumsýnd í Bandaríkjunum á næsta ári og bíða áhorfendur spenntir eftir því að sjá dulúðina sem umlykur þættina leysta upp. 3.7.2009 05:00 Fimm spila á metalkvöldi Fimm hljómsveitir koma fram á þungarokkstónleikum á Grand Rokk í kvöld þar sem fjölbreytnin mun ráða ríkjum. Fyrst stígur á svið hljómsveitin Wistaria sem spilar metalcore, næst á dagskrá verða rokkhundarnir í Dimmu og á eftir þeim kemur blackmetal-sveitin Svartidauði. Fjórða sveitin sem stígur á svið nefnist Bastard en hún spilar dauðarokk og önnur dauðarokksveit, Beneath, lýkur síðan kvöldinu. Húsið verður opnað klukkan 22 og aldurstakmark er 20 ár. Aðgangseyrir er enginn. 3.7.2009 05:00 Sótthreinsað spítaladrama Nýtt tónlistarmyndband með hljómsveitinni Gusgus verður frumsýnt í næstu viku og bíða eflaust margir spenntir eftir að berja það augum. Það eru þeir Heimir Sverrisson og Jón Atli Helgason, betur þekktur sem Hárdoktorinn, sem unnu myndbandið í sameiningu. „Þegar nýja platan með Gusgus var að koma út vorum við Jón Atli fengnir til þess að vinna að sérstöku þema fyrir plötuna. Við ákváðum að breyta útliti og ímynd hljómsveitarinnar og unnum áfram með þetta þema í myndbandinu,“ segir Heimir. 3.7.2009 04:15 Erfitt að fara í skó Ásdísar og Kolfinnu „Þættinum slátrað? Nei, sko, við gerðum bara tveggja mánaða tilraun með þessar þrjár ágætu stelpur og svo var ákveðið að setja þáttinn í sumarfrí. Sko þáttinn,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri á ÍNN. 3.7.2009 04:00 Fleet Foxes vinnur með Al Jardine Hljómsveitin Fleet Foxes frá Seattle í Bandaríkjunum ætlar hugsanlega að spila á nýjustu plötu Als Jardine, fyrrverandi liðsmanns The Beach Boys. Hinn 66 ára Jardine bauð hljómsveitinni í upptökuver sitt í Los Angeles til að ræða samstarfið. „Þeir eru frábærir. Þeir hafa líka þennan Beach Boys-hljóm og virkilega fallegar raddanir,“ sagði Jardine, en platan hans nefnist A Postcard from California. Robin Pecknold, söngvari Fleet Foxes, hafði gaman af fundinum með Jardine. „Hann var algjör öðlingur, virkilega góður gæi.“ Á meðal annarra gesta á plötunni verða hinn gamli félagi Jardine úr The Beach Boys, Brian Wilson, og leikarinn John Stamos. Löngu týnt lag með Beach Boys, A California Saga, sem þeir tóku upp með Neil Young, David Crosby og Stephen Stills, verður einnig á plötunni. 3.7.2009 03:00 Apinn Bubbles fannst í dýragarði Einn nánasti vinur poppstjörnunnar Michaels Jackson er fundinn. Hann er við hestaheilsu þrátt fyrir háan aldur en mun að öllum líkindum ekki mæta í jarðarförina. 3.7.2009 03:00 Allavega tuttugu ár í viðbót „Þegar Andrea Jóns hættir að fara veit ég að ég á tuttugu ár eftir,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2, spurður hvort hann sé ekkert að verða of gamall fyrir Hróarskelduhátíðina í Danmörku. 3.7.2009 03:00 Fimmtugir og frægir - myndband Hann er þekktastur fyrir Gleðibankann, rokkið og rauða hárið. Eiríkur Hauksson verður fimmtugur á laugardag og blæs til heljarinnar afmælistónleika í Austurbæ í tilefni dagsins. Af því tilefni hittu liðsmenn sjónvarpsþáttarins Ísland í dag þennan fyrsta Eurovision fara okkar Íslendinga í þætti kvöldsins sem segist loksins hættur að láta sig dreyma um heimsfrægð. Einnig fá áhorfendur að sjá þegar Björn Leifsson, betur þekktur sem Bjössi í World class, hélt sumarfagnað á 50 ára afmælisdaginn. Ísland í dag hefst klukkan 18:55 strax að loknum fréttum Stöðvar 2. 2.7.2009 16:42 Dolly Parton kveður Michael - myndband „Ég þekkti Michael og hann var sannur tónlistarsnillingur með hjarta engils. Við söknum hans öll og fráfall hans ætti að minna okkur á að upplifa alla daga líkt og þeir væru okkar síðustu," segir söngkonan Dolly Parton meðal annars í meðfylgjandi myndbandi þar sem hún minnist Michael Jackson sem féll frá 25. júní síðastliðinn. Sjá kveðju Dolly hér. 2.7.2009 15:41 Siggi Hlö dillar sér - myndband „Fimmtíu fyrstu sem mæta í eitís göllum fá diskinn áritaðan. Pælið í því," segir útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson, eða Sigg Hlö, sem heldur útgáfupartý annaðkvöld á skemmtistaðnum Spot í Bæjarlind í Kópavogi í tilefni af útkomu þreföldu safnplötunnar „Veistu hver ég var?" „Í gamla daga þá dansaði fólk voða mikið svona," segir Siggi og dansar vel eins og sést greinilega í meðfylgjandi myndbandi. 2.7.2009 11:10 Jude Law á Broadway Leiksýningin Hamlet með Jude Law í aðalhlutverki verður flutt á Broadway í New York frá West End í London þar sem hún hefur verið sýnd við mjög góðar undirtektir. Fyrsta sýningin verður 6. október og verður sýningatímabilið tólf vikur. Þetta verður í fyrsta sinn sem Law leikur á Broadway síðan 1995. Þá var hann tilnefndur til Tony-verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Indiscretions. Hamlet lýkur göngu sinni í London 22. ágúst og eftir það verða nokkrar sýningar í Danmörku, heimalandi Hamlets. 2.7.2009 06:00 Þorvaldur Davíð semur smell Leikaraneminn Þorvaldur Davíð Kristjánsson er ekki við eina fjölina felldur, en hann hefur nýlega sent frá sér lagið Sumarsaga. „Ég byrjaði að læra á gítar til að kúpla mig út úr leiklistinni eftir erfiðan skóladag. Það var það sem ég gerði í vetur, æfði mig á kassagítar, til að verða löggildur í útilegurnar í sumar.“ 2.7.2009 06:00 Bubbi bakkar út úr auglýsingu Símans Lag Bubba Morthens, Rómeó og Júlía, hefur verið tekið út úr nýrri auglýsingaherferð Símans og Tónlistar.is að beiðni Bubba. 2.7.2009 06:00 U2 semur tónlist fyrir mynd Sigurjóns Sighvatssonar Írska rokkhljómsveitin U2 semur nýtt lag fyrir kvikmyndina Brothers sem Sigurjón Sighvatsson framleiðir. „Þetta er bara eitt lag og kom í gegnum vinskap þeirra og leikstjórans, Jim Sheridan. Þeir hafa unnið áður saman og eru náttúrlega allir frá Írlandi,“ útskýrir Sigurjón í samtali við Fréttablaðið. 2.7.2009 05:45 Þrettán ára í dramatískri rullu LA hélt nýverið prufur til að velja pilt til að fara með stórt og erfitt hlutverki í Lilju sem byggir á hinni skelfilegu kvikmynd Lilya 4 ever. Ólafur Ingi Sigurðsson varð fyrir valinu. 2.7.2009 05:45 Sjá næstu 50 fréttir
Heimsækir veik börn Leikarinn Johnny Depp kom í óvænta heimsókn á barnaspítala í London í síðustu viku. Depp, sem var í borginni til að kynna nýjustu kvikmynd sína, kom klæddur sem sjóræninginn Jack Sparrow og eyddi löngum tíma með börnunum. „Johnny var mjög vinalegur. Hann eyddi löngum tíma í að spjalla við starfsfólk spítalans og sjúklingana og börnin fengu að taka mynd af sér með Jack Sparrow,“ var haft eftir heimildarmanni. Spítalinn sem Depp heimsótti var sá sami og dóttir hans dvaldi á árið 2007 eftir mikil veikindi og með þessu vildi leikarinn þakka starfsfólkinu fyrir vel unnin störf. 7.7.2009 03:00
Stjörnufans á minningarathöfn Jacksons Á morgun fer fram minningarathöfn um Michael Jackson í Staples Center í Los Angeles. Talið er að um 11.000 manns muni sækja athöfnina en aðgangur á hana er ókeypis. Þar af leiðandi komust mun færri að en vildu eins og gefur að skilja. 6.7.2009 21:08
Natalie Imbruglia vekur athygli á neyð veikra kvenna Natalie Imbruglia syngur um einmanakennd og skömm í vinsælasta lagi sínum sem kallast Torn. Og enn beinir Imbruglia sjónum að þessum neikvæðu tilfinningum en hún hefur vakið athygli Sameinuðu þjóðanna á 6.7.2009 19:39
Kveður Michael með stæl „Sko mig langar einfaldlega að gera eitthvað fyrir Michael Jackson. Það er minningarathöfn á morgun og það var akkúrat laust pláss á Nasa á laguardaginn og ég var laus og hljómsveitin Jagúar og allir listamennirnir sem ég hringdi í," segir Páll Óskar Hjálmtýsson aðspurður um minningarviðburð sem haldinn verður á laugardaginn á Nasa. „Þetta verður góðgerðarminningarveisla þar sem við söfnum peningum fyrir Barnaspítala hringsins sem er mjög mikið í anda Michael Jackson. Og ég get alveg þeytt skífum í sjö klukkutíma ef því er að skipta. En ég mun sem plötusnúður fara yfir feril Michael frá barnæsku til dauðadags. „Ákveðinn hápunkur verður þegar hljómsveitin Jagúar stígur á svið. Ég tek nokkur lög og svo mætir Yasmin ásamt dönsurum og þau taka Thriller og Smooth Criminal. Liði á eftir að bilast. Ég get ekki beðið og hlakka mikið til," segir Páll Óskar. „Þetta verður meksíkósk jarðarför þar sem við fögnum frekar lífi og tilveru viðkomandi í stað þess að vera í sorg og sút og eymd og ég held að Michael Jakcson vilji hafa það svoleiðis og þakka fyrir það sem allt sem hann gaf okkur." 6.7.2009 13:22
Afturganga Michael - myndband Ef meðfylgjandi myndband er skoðað má greinilega sjá skuggaveru bregða fyrir á gangi Neverland búgarðsins í beinni útsendingu í þætti Larry King. Margir halda því fram að um afturgöngu Michael Jackson er að ræða. Sjá myndbandið hér. 6.7.2009 10:46
Plötu Jóhanns lekið á netið Þetta kemur mér ekki á óvart. Þetta er bara normið í dag, segir tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson. 6.7.2009 08:00
Vottaði Jackson virðingu sína Madonna vottaði Michael Jackson virðingu sína á tónleikum í gær, sem hún hélt á sama sviði og Micheal ætlaði að hefja tónleikaröð sína siðar í þessum mánuði. 5.7.2009 09:00
Maó formaður fylgist með Davíð Óhætt er að kalla nýjasta viðtali hennar Agnesar Bragadóttur við Davíð Oddsson pólitíska bombu í samfélaginu. Fyrrum forsætisráðherrann, seðlabankastjórinn og formaður Sjálfstæðisflokksins lætur gamminn geysa með miklum krafti. 4.7.2009 17:47
Óskarsverðlaunastjarna fær nýtt heimili Stjarna óskarsverðlaunamyndarinnar, Viltu vinna milljarð, Azharuddin Mohammed Ismail, hefur fengið nýtt heimili. 4.7.2009 16:35
Hamingja á Hólmavík - myndir Hamingjudagar standa sem hæst núna og eru hundruðir mættir á hátíðina á Hólmavík. Þá er Rás 2 meðal annars með útsendingu frá hátíðinni en Felix Bergsson útvarpsmaður og leikari er í bænum. 4.7.2009 11:29
Birgitta og Bensi fengu strák Birgitta Haukdal og maðurinn hennar, Benedikt Einarsson, eignuðust lítinn strák hinn 25. júní. Móður og syni heilsast vel en strákurinn ku vera mikill myndarpiltur. Heimilið að Bakkaflöt 3 í Garðabænum er því í miklum blóma um þessar mundir og lífið leikur við ungu hjónin, sem hafa verið að koma sér fyrir í þessu glæsilega húsi. Ekki verður langt fyrir ættingjana að heimsækja hvítvoðunginn því frændi Benedikts, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á heima beint á móti þeim og tveir aðrir af hinni margfrægu Engeyjarætt búa við þessa virðulegu götu í Garðabænum. 4.7.2009 08:45
Aldrei verið í betra formi Einhver ástsælasti rokksöngvari þjóðarinnar fyrr og síðar, Eiríkur Hauksson, fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag. Hann blæs af því tilefni til mikillar afmælisveislu í Austurbæ. 4.7.2009 08:00
Góðar stundir frá Veðurguðum Hljómsveitin Ingó og Veðurguðirnir gefur út sína fyrstu plötu, Góðar stundir, næstkomandi fimmtudag. Á henni verða tólf lög, þar af fjögur sem hafa verið spiluð í útvarpi að undanförnu og Undir regnbogann sem Ingó söng í undankeppni Eurovision í vetur. 4.7.2009 06:30
Erfitt að segja bless Johnny Depp segir að erfitt hafi verið að kveðja persónuna John Dillinger sem hann leikur í sinni nýjustu mynd, Public Enemies. Myndin fjallar um frægasta bankaræningja Bandaríkjanna, sem olli miklum usla í kreppunni á fjórða áratugnum. „Að segja bless við Dillinger var eins og að kveðja ættingja,“ sagði Depp. Samt telur hann að einna erfiðast hafi verið að kveðja Edward Scissorhands í samnefndri mynd. „Það var erfitt að búa ekki lengur við öryggið sem fólst í því að að leyfa sjálfum sér að vera svona hreinskilinn og berskjaldaður.“ Depp nefnir einnig persónu sína í The Libertine sem hann þurfti hreinlega að breytast í í rúmlega fjörutíu daga. „Þetta var eins og maraþon og þegar ljósin slokknuðu varð allt svart.“ 4.7.2009 04:30
Hvíta bókin seld til Þýskalands, Noregs og Danmerkur „Nei, nei, þetta kemur mér ekkert á óvart. Og ég á von á fleirum, það er áhugi frá hinum enskumælandi heimi. Ég held að þeir hafi þá tilfinningu að kannski hafi ég bara hitt naglann á höfuðið hvað þessi mál varðar,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. 4.7.2009 04:15
Susan Boyle frábær í hljóðverinu Idol-dómarinn Simon Cowell er afar spenntur fyrir nýrri plötu Susan Boyle sem lenti í öðru sæti í raunveruleikaþættinum Britain"s Got Talent. Upptökur á plötunni standa nú yfir og segist Cowell aldrei hafa verið hrifnari af rödd Boyle en einmitt nú. 4.7.2009 04:00
Breytast eftir veðri og vindum Ný fatalína hönnuðarins Jet Korine, #01 Endless Light, verður frumsýnd í versluninni Belleville á Laugavegi í dag. Þetta er fyrsta línan sem hún hannar undir eigin nafni og eru flíkurnar nokkuð sérstakar fyrir þær sakir að þær eru allar unnar á lífrænan hátt. „Ég var búin að starfa í tískubransanum í nokkur ár og fékk svo á endanum ógeð. Ég er með ákveðnar hugmyndir um heiminn og heimilið og vil sjálf hafa sem mest lífrænt og umhverfisvænt í 4.7.2009 04:00
Heiðruðu Jackson á Hróarskeldu Hljómsveitin Hjaltalín heiðraði Michael Jackson á tónleikum sínum á Hróarskelduhátíðinni á fimmtudagskvöld með því að spila lag hans Don't Stop 'til You Get Enough. Lagið var það síðasta sem hún tók fyrir uppklapp. 4.7.2009 03:30
Lindsay afmælisbarn Kevin Jonas, einn Jonas bræðranna, trúlofaðist fyrir stuttu kærustu sinni, Danielle Delassa. Fjölmiðlar hið vestra greina frá því að Kevin hafi beðið hennar daginn eftir tónleika. „Það var erfitt að koma fram og spila kvöldið áður vitandi að ég væri að fara að biðja þessa mögnuðu stúlku um að giftast mér. Hún sagði já, já, já næstum fimmhundruð sinnum ofur hratt," sagði Kevin um bónorðið. Hann og Danielle kynntust á Bahama eyjum fyrir rúmum tvemur árum síðan. 4.7.2009 03:15
Beneath sú fyrsta á Wacken Íslenska þungarokksveitin Beneath spilar á Wacken-tónlistarhátíðinni í lok mánaðarins. 4.7.2009 03:00
Jonas bróðir trúlofast Kevin Jonas, einn Jonas bræðranna, trúlofaðist fyrir stuttu kærustu sinni, Danielle Delassa. Fjölmiðlar hið vestra greina frá því að Kevin hafi beðið hennar daginn eftir tónleika. „Það var erfitt að koma fram og spila kvöldið áður vitandi að ég væri að fara að biðja þessa mögnuðu stúlku um að giftast mér. Hún sagði já, já, já næstum fimmhundruð sinnum ofur hratt," sagði Kevin um bónorðið. Hann og Danielle kynntust á Bahama eyjum fyrir rúmum tvemur árum síðan. 4.7.2009 02:30
Leikstjóri Transformers svarar yfirlýsingum Megan Fox Michael Bay, leikstjóri Transformers kvikmyndanna hefur svarað Megan Fox sem hefur sakað hann um að hugsa meira um tæknibrellur en leikhæfileika í myndum sínum. 3.7.2009 19:59
Sirrý: Ég er súrefnisfíkill - myndband „Ég er að njóta súrefnisins og að vera úti í góða veðrinu. Ég er súrefnisfíkill," segir Sirrý meðal annars í meðfylgjandi myndskeiði þegar Vísir spjallaði við hana í dag. Sirrý, sem er nýkomin frá Spáni, talar meðal annars um námskeiðin hennar, djúpa dali sem fólk tekst á við þegar það horfist í augu við atvinnuleysi og nýja útvarpsþáttinn hennar sem hefst næsta sunnudag á Rás 2. Hér má skoða heimasíðu Sirrýar. 3.7.2009 16:05
Ásdís Rán og Garðar á djamminu - myndir „Þetta var árlegt FHM party því þeir eru nýbúnir að gefa út Topp listann yfir heitustu FHM skvísurnar," svarar Ásdís Rán aðspurð um teitið sem hún og Garðar Gunnlaugsson sóttu eins og myndirnar sýna. Á myndunum má sjá ritstjóra FHM og vinkona Ásdísar, Diönu sem er þekkt tískumodel í Búlgaríu. Þá má einnig sjá forsíðustúlku FHM í þessum mánuði Nikoletu en hún var númer eitt á „topp tíu Hot listanum" hjá FHM. 3.7.2009 15:05
Jackson 2 dögum fyrir dauðann - myndband Á meðfylgjandi link má sjá síðasta myndbandið sem tekið var af Michael Jackson, 50 ára, þar sem hann æfði sig fyrir Lundúnartúrinn framundan. Myndbandið var tekið 23. júní síðastliðinn en Michael lést tveimur dögum síðar. Hann æfði stíft og var í dúndurformi eins og sjá má á myndbandinu hér. 3.7.2009 12:50
Aðeins útvaldir í SILVER-partýinu - myndir/myndband „Gelið kemur á markað í dag á öllum sölustöðum," segir Björgvin Páll Gústavsson handboltakappi í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var við hann rétt í þessu en hann hélt stærsta partí ársins á skemmtistaðnum Oliver síðustu helgi ásamt félaga sínum Loga Geirssyni. Fjöldi manns mætti í partýið þar sem The Silver gelið var kynnt með látum eins og meðfylgjandi myndir sýna. Eingöngu þeir sem fengu boðskort fengu aðgang í partýiið þar sem ekkert ar til sparað. 3.7.2009 11:19
Vesturport og Nick Cave gera nýja leikgerð af Faust „Þetta er búið að vera í þróun í svolítinn tíma, hefur fengið að gerjast í hausnum á manni á hliðarlínunni. En núna er vinnan hafin,“ segir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Vesturportshópurinn vinnur þessa dagana að nýrri leikgerð Faust sem verður jólasýning Borgarleikhússins í ár. Gísli Örn situr nú við að skrifa handritið ásamt þeim Víkingi Kristjánssyni, Birni Hlyni Haraldssyni og Nínu Dögg Filippusdóttur. „Og svo verða Nick Cave og Warren Ellis með tónlistina. Hún spilar stórt hlutverk,“ segir Gísli. 3.7.2009 08:00
Sigur Rós í maraþonmynd Lögin Starálfur og Viðrar vel til loftárása með Sigur Rós hljóma í myndinni The Athlete sem er væntanleg í bíó síðar á þessu ári. Um leikna heimildarmynd er að ræða sem fjallar um eþíópíska maraþonhlauparann Abeke Bikila sem vakti heimsathygli þegar hann vann ólympíugull í Róm berfættur árið 1960, fyrstur Afríkubúa. Níu árum síðar lamaðist hann í alvarlegu bílslysi og barðist hetjulega við að ná heilsu á nýjan leik. 3.7.2009 07:00
Með hjálm við píanóið „Ég held að ég spili með hjálm og ég veit ekki hvort ég þarf að vera með hanska,“ segir píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson, sem spilar á hálfgerðum vígslutónleikum í nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsinu ásamt hljómsveitinni Hjaltalín. Samtónn, samtök tónlistarrétthafa, skipuleggja tónleikana sem verða haldnir í hádeginu á mánudaginn. „Ég verð eiginlega að fá einhvern til að taka þetta upp á filmu. Ég verð að eiga mynd af mér í verkamannagalla að spila Chopin fyrir fólk.“ 3.7.2009 06:00
Framdi ekki sjálfsvíg Leikarinn David Carradine framdi ekki sjálfsvíg heldur lést af völdum súrefnisskorts. Þetta kom fram eftir krufningu sem fjölskylda leikarans lét framkvæma fyrir sig. Carradine fannst nakinn inni í fataskápi með snúru um hálsinn og kynfærin á hótelherbergi í Bangkok hinn 4. júní. Talið er að hann hafi dáið í miðri kynlífsathöfn. „Hann lést ekki af náttúrulegum orsökum og ekki vegna sjálfsmorðs. Hann virðist því hafa dáið af slysförum,“ sagði læknirinn sem framkvæmdi krufninguna. Niðurstöðu úr krufningu sem lögreglan í Taílandi lét framkvæma á Carradine er væntanleg á næstu dögum og þar gætu nýjar upplýsingar komið í ljós. 3.7.2009 05:00
Sorglegur lokaþáttur Michael Emerson, sem leikur illmennið Benjamin Linus í Lost, spáir því að lokaþátturinn verði sorglegur. „Ég held að endirinn verði ekki á léttu nótunum,“ sagði Emerson. „Ég held að við eigum eftir að sjá miklu fleiri deyja eftir því sem nær dregur endinum. Ég giska á að einhverjar þekktar persónur deyi. Ég er handviss um að endalokin verði fyrst og fremst gerð fyrir fullorðna áhorfendur.“ Sjötta og síðasta þáttaröð Lost verður frumsýnd í Bandaríkjunum á næsta ári og bíða áhorfendur spenntir eftir því að sjá dulúðina sem umlykur þættina leysta upp. 3.7.2009 05:00
Fimm spila á metalkvöldi Fimm hljómsveitir koma fram á þungarokkstónleikum á Grand Rokk í kvöld þar sem fjölbreytnin mun ráða ríkjum. Fyrst stígur á svið hljómsveitin Wistaria sem spilar metalcore, næst á dagskrá verða rokkhundarnir í Dimmu og á eftir þeim kemur blackmetal-sveitin Svartidauði. Fjórða sveitin sem stígur á svið nefnist Bastard en hún spilar dauðarokk og önnur dauðarokksveit, Beneath, lýkur síðan kvöldinu. Húsið verður opnað klukkan 22 og aldurstakmark er 20 ár. Aðgangseyrir er enginn. 3.7.2009 05:00
Sótthreinsað spítaladrama Nýtt tónlistarmyndband með hljómsveitinni Gusgus verður frumsýnt í næstu viku og bíða eflaust margir spenntir eftir að berja það augum. Það eru þeir Heimir Sverrisson og Jón Atli Helgason, betur þekktur sem Hárdoktorinn, sem unnu myndbandið í sameiningu. „Þegar nýja platan með Gusgus var að koma út vorum við Jón Atli fengnir til þess að vinna að sérstöku þema fyrir plötuna. Við ákváðum að breyta útliti og ímynd hljómsveitarinnar og unnum áfram með þetta þema í myndbandinu,“ segir Heimir. 3.7.2009 04:15
Erfitt að fara í skó Ásdísar og Kolfinnu „Þættinum slátrað? Nei, sko, við gerðum bara tveggja mánaða tilraun með þessar þrjár ágætu stelpur og svo var ákveðið að setja þáttinn í sumarfrí. Sko þáttinn,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri á ÍNN. 3.7.2009 04:00
Fleet Foxes vinnur með Al Jardine Hljómsveitin Fleet Foxes frá Seattle í Bandaríkjunum ætlar hugsanlega að spila á nýjustu plötu Als Jardine, fyrrverandi liðsmanns The Beach Boys. Hinn 66 ára Jardine bauð hljómsveitinni í upptökuver sitt í Los Angeles til að ræða samstarfið. „Þeir eru frábærir. Þeir hafa líka þennan Beach Boys-hljóm og virkilega fallegar raddanir,“ sagði Jardine, en platan hans nefnist A Postcard from California. Robin Pecknold, söngvari Fleet Foxes, hafði gaman af fundinum með Jardine. „Hann var algjör öðlingur, virkilega góður gæi.“ Á meðal annarra gesta á plötunni verða hinn gamli félagi Jardine úr The Beach Boys, Brian Wilson, og leikarinn John Stamos. Löngu týnt lag með Beach Boys, A California Saga, sem þeir tóku upp með Neil Young, David Crosby og Stephen Stills, verður einnig á plötunni. 3.7.2009 03:00
Apinn Bubbles fannst í dýragarði Einn nánasti vinur poppstjörnunnar Michaels Jackson er fundinn. Hann er við hestaheilsu þrátt fyrir háan aldur en mun að öllum líkindum ekki mæta í jarðarförina. 3.7.2009 03:00
Allavega tuttugu ár í viðbót „Þegar Andrea Jóns hættir að fara veit ég að ég á tuttugu ár eftir,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2, spurður hvort hann sé ekkert að verða of gamall fyrir Hróarskelduhátíðina í Danmörku. 3.7.2009 03:00
Fimmtugir og frægir - myndband Hann er þekktastur fyrir Gleðibankann, rokkið og rauða hárið. Eiríkur Hauksson verður fimmtugur á laugardag og blæs til heljarinnar afmælistónleika í Austurbæ í tilefni dagsins. Af því tilefni hittu liðsmenn sjónvarpsþáttarins Ísland í dag þennan fyrsta Eurovision fara okkar Íslendinga í þætti kvöldsins sem segist loksins hættur að láta sig dreyma um heimsfrægð. Einnig fá áhorfendur að sjá þegar Björn Leifsson, betur þekktur sem Bjössi í World class, hélt sumarfagnað á 50 ára afmælisdaginn. Ísland í dag hefst klukkan 18:55 strax að loknum fréttum Stöðvar 2. 2.7.2009 16:42
Dolly Parton kveður Michael - myndband „Ég þekkti Michael og hann var sannur tónlistarsnillingur með hjarta engils. Við söknum hans öll og fráfall hans ætti að minna okkur á að upplifa alla daga líkt og þeir væru okkar síðustu," segir söngkonan Dolly Parton meðal annars í meðfylgjandi myndbandi þar sem hún minnist Michael Jackson sem féll frá 25. júní síðastliðinn. Sjá kveðju Dolly hér. 2.7.2009 15:41
Siggi Hlö dillar sér - myndband „Fimmtíu fyrstu sem mæta í eitís göllum fá diskinn áritaðan. Pælið í því," segir útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson, eða Sigg Hlö, sem heldur útgáfupartý annaðkvöld á skemmtistaðnum Spot í Bæjarlind í Kópavogi í tilefni af útkomu þreföldu safnplötunnar „Veistu hver ég var?" „Í gamla daga þá dansaði fólk voða mikið svona," segir Siggi og dansar vel eins og sést greinilega í meðfylgjandi myndbandi. 2.7.2009 11:10
Jude Law á Broadway Leiksýningin Hamlet með Jude Law í aðalhlutverki verður flutt á Broadway í New York frá West End í London þar sem hún hefur verið sýnd við mjög góðar undirtektir. Fyrsta sýningin verður 6. október og verður sýningatímabilið tólf vikur. Þetta verður í fyrsta sinn sem Law leikur á Broadway síðan 1995. Þá var hann tilnefndur til Tony-verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Indiscretions. Hamlet lýkur göngu sinni í London 22. ágúst og eftir það verða nokkrar sýningar í Danmörku, heimalandi Hamlets. 2.7.2009 06:00
Þorvaldur Davíð semur smell Leikaraneminn Þorvaldur Davíð Kristjánsson er ekki við eina fjölina felldur, en hann hefur nýlega sent frá sér lagið Sumarsaga. „Ég byrjaði að læra á gítar til að kúpla mig út úr leiklistinni eftir erfiðan skóladag. Það var það sem ég gerði í vetur, æfði mig á kassagítar, til að verða löggildur í útilegurnar í sumar.“ 2.7.2009 06:00
Bubbi bakkar út úr auglýsingu Símans Lag Bubba Morthens, Rómeó og Júlía, hefur verið tekið út úr nýrri auglýsingaherferð Símans og Tónlistar.is að beiðni Bubba. 2.7.2009 06:00
U2 semur tónlist fyrir mynd Sigurjóns Sighvatssonar Írska rokkhljómsveitin U2 semur nýtt lag fyrir kvikmyndina Brothers sem Sigurjón Sighvatsson framleiðir. „Þetta er bara eitt lag og kom í gegnum vinskap þeirra og leikstjórans, Jim Sheridan. Þeir hafa unnið áður saman og eru náttúrlega allir frá Írlandi,“ útskýrir Sigurjón í samtali við Fréttablaðið. 2.7.2009 05:45
Þrettán ára í dramatískri rullu LA hélt nýverið prufur til að velja pilt til að fara með stórt og erfitt hlutverki í Lilju sem byggir á hinni skelfilegu kvikmynd Lilya 4 ever. Ólafur Ingi Sigurðsson varð fyrir valinu. 2.7.2009 05:45