Lífið

Stjörnufans á minningarathöfn Jacksons

Michael Jackson
Michael Jackson
Á morgun fer fram minningarathöfn um Michael Jackson í Staples Center í Los Angeles. Talið er að um 11.000 manns muni sækja athöfnina en aðgangur á hana er ókeypis. Þar af leiðandi komust mun færri að en vildu eins og gefur að skilja.

Svona lítur listinn yfir þá sem koma fram út:

Ron Boyd (fjölskylduvinur), Kobe Bryant, Mariah Carey, Andrae Crouch Choir, Berry Gordy, Jennifer Hudson, Shaheen Jafargholi (komst í úrslit í Britain's Got Talent), Magic Johnson, Martin Luther King III, Bernice A. King, John Mayer, Lionel Richie, Smokey Robinson, Séra Al Sharpton, Brooke Shields, Lucious Smith (fjölskylduvinur), Usher and Stevie Wonder.

Fjölskylda hans heldur sína eigin minningarathöfn áður en opinbera athöfnin fer fram og lætur ekki upp hvar það gerist.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.