Lífið

Erfitt að fara í skó Ásdísar og Kolfinnu

Ingvi hrafn jónsson Þátturinn var ekki að ná máli að mati markaðsdeildarinnar og því er þátturinn lagður af í umsjá Katrínar, Haddar og Vigdísar.
Ingvi hrafn jónsson Þátturinn var ekki að ná máli að mati markaðsdeildarinnar og því er þátturinn lagður af í umsjá Katrínar, Haddar og Vigdísar.

„Þættinum slátrað? Nei, sko, við gerðum bara tveggja mánaða tilraun með þessar þrjár ágætu stelpur og svo var ákveðið að setja þáttinn í sumarfrí. Sko þáttinn,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri á ÍNN.

Tekin hefur verið um það ákvörðun að leggja niður kvennaþáttinn Mér finnst… á ÍNN í núverandi mynd. Þátturinn hefur verið í umsjá Katrínar Bessadóttur, Haddar Vilhjálmsdóttur og Vigdísar Másdóttur. Mestu flugi náði þátturinn þegar þær Kolfinna Baldvinsdóttir og Ásdís Ólsen voru við stjórnvölinn. „Markaðsdeildin var ekki að fá þau viðbrögð sem hún taldi sig vilja fá. Þáttur­inn hafði verið í nokkurra mánaða hvíld og við vildum vita hvort þessi samsetning væri vænleg. Allar eru þær gríðar­lega skjáflottar en hvort það er ástandið í þjóðfélaginu eða hvað vitum við ekki. Við sjáum hvað við gerum með haustinu,“ segir Ingvi Hrafn. Að þá verði hugað að nýjum umsjónarmönnum eða aðrar brautir fetaðar. Það er ekki laust við að greina megi vonbrigði í máli hins yfirlýsta femínista Ingva Hrafns – hann vill einlæglega vera með kvennaþátt á ÍNN. „En það er ekki auðvelt að fylla skóna þeirra Ásdísar og Kolfinnu.“

Katrín Bessadóttir vill ekki tjá sig um samstarfið við Ingva Hrafn en segir þetta: „Okkur var tjáð í tölvupósti að þátturinn væri kominn í sumarfrí. Okkur var boðinn fundur ef við vildum ræða eitthvert framhald. Ég hafði ekki áhuga á því og mun ekki snúa aftur til starfa hjá Ingva Hrafni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.