Lífið

Góðar stundir frá Veðurguðum

ingó Hljómsveitin Ingó og Veður­guðirnir gefur út sína fyrstu plötu á fimmtudaginn.fréttablaðið/heiða
ingó Hljómsveitin Ingó og Veður­guðirnir gefur út sína fyrstu plötu á fimmtudaginn.fréttablaðið/heiða

Hljómsveitin Ingó og Veðurguðirnir gefur út sína fyrstu plötu, Góðar stundir, næstkomandi fimmtudag. Á henni verða tólf lög, þar af fjögur sem hafa verið spiluð í útvarpi að undanförnu og Undir regnbogann sem Ingó söng í undankeppni Eurovision í vetur.

„Við erum mjög spenntir. Við höfum trú á að fólk hafi gaman af þessu," segir Ingó. Nýtt lag af plötunni er væntanlegt í spilun á næstunni og nefnist það Fokk hvað ég fíla hana. „Það fjallar um söngvara í hljómsveit sem fer inn á bar og sér sæta stelpu. Hún fattar ekki hver hann er en svo fattar hún það og þá breytist viðhorf hennar til stráksins," segir Ingó og viðurkennir að textinn sé sjálfsævisögulegur.

Ingó og Veðurguðirnir eru bókaðir í allt sumar, enda ein vinsælasta hljómsveit landsins um þessar mundir. Í kvöld spila þeir á Þingeyri við Dýrafjörð, 17. júlí verða þeir á Spot í Kópavogi og um verslunarmannahelgina spila þeir á Þjóðhátíð í Eyjum í fyrsta sinn. Ingó hefur einnig verið að troða upp einn á skemmtistaðnum Oliver á fimmtudagskvöldum og á síðasta giggi var troðfullt út úr dyrum, aðallega af kvenfólki. „Það voru nú ekki bara stelpur, en það var mikill meirihluti," játar Ingó. „Fólk veit hvað það er að fá. Ég er alltaf að taka sömu lögin en samt er alltaf troðfullt. Það eru oft sömu stelpurnar sem mæta og þær draga svo vinkonur sínar með."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.