Hvíta bókin seld til Þýskalands, Noregs og Danmerkur 4. júlí 2009 04:15 Þýskir, norskir og danskir útgefendur hafa fest kaup á útgáfuréttinum að Hvítu bók Einars Más. Einar segist telja að í alþjóða efnahagskreppunni finnist mönnum aðstæður Íslendinga vera málið í hnotskurn.Fréttablaðið/Arnþór „Nei, nei, þetta kemur mér ekkert á óvart. Og ég á von á fleirum, það er áhugi frá hinum enskumælandi heimi. Ég held að þeir hafi þá tilfinningu að kannski hafi ég bara hitt naglann á höfuðið hvað þessi mál varðar,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Þýskir, danskir og norskir útgefendur hafa keypt útgáfurétt Hvítu bókarinnar sem Einar sendi nýverið frá sér. Hún rauk beint í efsta sæti bókalista Eymundssonar en þetta er fjórða bókin um íslenska efnahagshrunið sem kemur út á skömmum tíma. Hvíta bókin velti Hruni Guðna Th. Jóhannessonar úr sessi en einnig hafa komið út Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarson og Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen. Einar segir að vinsældir þessara bóka ættu ekki að vera neitt undrunarefni. Íslendingar séu að reyna að skilja þennan veruleika sem nú blasi við þeim. „Þetta eru líka allt mjög ólíkar bækur. Sjálfur fann ég fyrir því, þegar ég fór að tjá mig, að það var mikill hljómgrunnur fyrir mínum málflutningi. Ég segi þetta bara blátt áfram og beint út.“ Rithöfundurinn segist telja að áhugi erlendra bókaútgefanda stafi af því að í alþjóða efnahagskreppunni finnist mönnum aðstæður Íslendinga vera málið í hnotskurn. „Mér finnst eins og mönnum þyki ég vera að lýsa heimi sem er annaðhvort á leiðinni til þeirra eða er jafnvel til og á eftir að koma upp á yfirborðið.“ Hvíta bókin sé þannig upplifun hins venjulega Íslendings af þessum sögulegu viðburðum sem hafi breytt íslensku samfélagi til frambúðar. „Þetta er bara tilraun til að skilja þetta allt, þetta eru svo mörg svið. Eitt er fjármálakerfið, annað eru stjórnmálaöflin og svo er þriðji hlutinn hugsunarhátturinn. Og svo er það að tengja alla þessi hluti saman.“ Einar viðurkennir að það sé kannski svolítið fyndið að bókin sé á leiðinni í útrás, þar sem það orð hafi fengið frekar neikvæða merkingu eftir að bankarnir hrundu. „Mér hefur samt tekist að halda mér á svæðinu í þrjátíu ár og kannski getur fjármálalífið bara lært af mér. Menn eiga ekki að þurfa að mæta með ímyndað alvæpni og hrópa á torgum úti. Sígandi lukka er best. Sá sem hefur eitthvað fram að færa þarf ekki að tilkynna það í gegnum hátalara eða forseta.“ Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
„Nei, nei, þetta kemur mér ekkert á óvart. Og ég á von á fleirum, það er áhugi frá hinum enskumælandi heimi. Ég held að þeir hafi þá tilfinningu að kannski hafi ég bara hitt naglann á höfuðið hvað þessi mál varðar,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Þýskir, danskir og norskir útgefendur hafa keypt útgáfurétt Hvítu bókarinnar sem Einar sendi nýverið frá sér. Hún rauk beint í efsta sæti bókalista Eymundssonar en þetta er fjórða bókin um íslenska efnahagshrunið sem kemur út á skömmum tíma. Hvíta bókin velti Hruni Guðna Th. Jóhannessonar úr sessi en einnig hafa komið út Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarson og Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen. Einar segir að vinsældir þessara bóka ættu ekki að vera neitt undrunarefni. Íslendingar séu að reyna að skilja þennan veruleika sem nú blasi við þeim. „Þetta eru líka allt mjög ólíkar bækur. Sjálfur fann ég fyrir því, þegar ég fór að tjá mig, að það var mikill hljómgrunnur fyrir mínum málflutningi. Ég segi þetta bara blátt áfram og beint út.“ Rithöfundurinn segist telja að áhugi erlendra bókaútgefanda stafi af því að í alþjóða efnahagskreppunni finnist mönnum aðstæður Íslendinga vera málið í hnotskurn. „Mér finnst eins og mönnum þyki ég vera að lýsa heimi sem er annaðhvort á leiðinni til þeirra eða er jafnvel til og á eftir að koma upp á yfirborðið.“ Hvíta bókin sé þannig upplifun hins venjulega Íslendings af þessum sögulegu viðburðum sem hafi breytt íslensku samfélagi til frambúðar. „Þetta er bara tilraun til að skilja þetta allt, þetta eru svo mörg svið. Eitt er fjármálakerfið, annað eru stjórnmálaöflin og svo er þriðji hlutinn hugsunarhátturinn. Og svo er það að tengja alla þessi hluti saman.“ Einar viðurkennir að það sé kannski svolítið fyndið að bókin sé á leiðinni í útrás, þar sem það orð hafi fengið frekar neikvæða merkingu eftir að bankarnir hrundu. „Mér hefur samt tekist að halda mér á svæðinu í þrjátíu ár og kannski getur fjármálalífið bara lært af mér. Menn eiga ekki að þurfa að mæta með ímyndað alvæpni og hrópa á torgum úti. Sígandi lukka er best. Sá sem hefur eitthvað fram að færa þarf ekki að tilkynna það í gegnum hátalara eða forseta.“
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira