Hvíta bókin seld til Þýskalands, Noregs og Danmerkur 4. júlí 2009 04:15 Þýskir, norskir og danskir útgefendur hafa fest kaup á útgáfuréttinum að Hvítu bók Einars Más. Einar segist telja að í alþjóða efnahagskreppunni finnist mönnum aðstæður Íslendinga vera málið í hnotskurn.Fréttablaðið/Arnþór „Nei, nei, þetta kemur mér ekkert á óvart. Og ég á von á fleirum, það er áhugi frá hinum enskumælandi heimi. Ég held að þeir hafi þá tilfinningu að kannski hafi ég bara hitt naglann á höfuðið hvað þessi mál varðar,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Þýskir, danskir og norskir útgefendur hafa keypt útgáfurétt Hvítu bókarinnar sem Einar sendi nýverið frá sér. Hún rauk beint í efsta sæti bókalista Eymundssonar en þetta er fjórða bókin um íslenska efnahagshrunið sem kemur út á skömmum tíma. Hvíta bókin velti Hruni Guðna Th. Jóhannessonar úr sessi en einnig hafa komið út Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarson og Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen. Einar segir að vinsældir þessara bóka ættu ekki að vera neitt undrunarefni. Íslendingar séu að reyna að skilja þennan veruleika sem nú blasi við þeim. „Þetta eru líka allt mjög ólíkar bækur. Sjálfur fann ég fyrir því, þegar ég fór að tjá mig, að það var mikill hljómgrunnur fyrir mínum málflutningi. Ég segi þetta bara blátt áfram og beint út.“ Rithöfundurinn segist telja að áhugi erlendra bókaútgefanda stafi af því að í alþjóða efnahagskreppunni finnist mönnum aðstæður Íslendinga vera málið í hnotskurn. „Mér finnst eins og mönnum þyki ég vera að lýsa heimi sem er annaðhvort á leiðinni til þeirra eða er jafnvel til og á eftir að koma upp á yfirborðið.“ Hvíta bókin sé þannig upplifun hins venjulega Íslendings af þessum sögulegu viðburðum sem hafi breytt íslensku samfélagi til frambúðar. „Þetta er bara tilraun til að skilja þetta allt, þetta eru svo mörg svið. Eitt er fjármálakerfið, annað eru stjórnmálaöflin og svo er þriðji hlutinn hugsunarhátturinn. Og svo er það að tengja alla þessi hluti saman.“ Einar viðurkennir að það sé kannski svolítið fyndið að bókin sé á leiðinni í útrás, þar sem það orð hafi fengið frekar neikvæða merkingu eftir að bankarnir hrundu. „Mér hefur samt tekist að halda mér á svæðinu í þrjátíu ár og kannski getur fjármálalífið bara lært af mér. Menn eiga ekki að þurfa að mæta með ímyndað alvæpni og hrópa á torgum úti. Sígandi lukka er best. Sá sem hefur eitthvað fram að færa þarf ekki að tilkynna það í gegnum hátalara eða forseta.“ Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
„Nei, nei, þetta kemur mér ekkert á óvart. Og ég á von á fleirum, það er áhugi frá hinum enskumælandi heimi. Ég held að þeir hafi þá tilfinningu að kannski hafi ég bara hitt naglann á höfuðið hvað þessi mál varðar,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Þýskir, danskir og norskir útgefendur hafa keypt útgáfurétt Hvítu bókarinnar sem Einar sendi nýverið frá sér. Hún rauk beint í efsta sæti bókalista Eymundssonar en þetta er fjórða bókin um íslenska efnahagshrunið sem kemur út á skömmum tíma. Hvíta bókin velti Hruni Guðna Th. Jóhannessonar úr sessi en einnig hafa komið út Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarson og Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen. Einar segir að vinsældir þessara bóka ættu ekki að vera neitt undrunarefni. Íslendingar séu að reyna að skilja þennan veruleika sem nú blasi við þeim. „Þetta eru líka allt mjög ólíkar bækur. Sjálfur fann ég fyrir því, þegar ég fór að tjá mig, að það var mikill hljómgrunnur fyrir mínum málflutningi. Ég segi þetta bara blátt áfram og beint út.“ Rithöfundurinn segist telja að áhugi erlendra bókaútgefanda stafi af því að í alþjóða efnahagskreppunni finnist mönnum aðstæður Íslendinga vera málið í hnotskurn. „Mér finnst eins og mönnum þyki ég vera að lýsa heimi sem er annaðhvort á leiðinni til þeirra eða er jafnvel til og á eftir að koma upp á yfirborðið.“ Hvíta bókin sé þannig upplifun hins venjulega Íslendings af þessum sögulegu viðburðum sem hafi breytt íslensku samfélagi til frambúðar. „Þetta er bara tilraun til að skilja þetta allt, þetta eru svo mörg svið. Eitt er fjármálakerfið, annað eru stjórnmálaöflin og svo er þriðji hlutinn hugsunarhátturinn. Og svo er það að tengja alla þessi hluti saman.“ Einar viðurkennir að það sé kannski svolítið fyndið að bókin sé á leiðinni í útrás, þar sem það orð hafi fengið frekar neikvæða merkingu eftir að bankarnir hrundu. „Mér hefur samt tekist að halda mér á svæðinu í þrjátíu ár og kannski getur fjármálalífið bara lært af mér. Menn eiga ekki að þurfa að mæta með ímyndað alvæpni og hrópa á torgum úti. Sígandi lukka er best. Sá sem hefur eitthvað fram að færa þarf ekki að tilkynna það í gegnum hátalara eða forseta.“
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira