Hvíta bókin seld til Þýskalands, Noregs og Danmerkur 4. júlí 2009 04:15 Þýskir, norskir og danskir útgefendur hafa fest kaup á útgáfuréttinum að Hvítu bók Einars Más. Einar segist telja að í alþjóða efnahagskreppunni finnist mönnum aðstæður Íslendinga vera málið í hnotskurn.Fréttablaðið/Arnþór „Nei, nei, þetta kemur mér ekkert á óvart. Og ég á von á fleirum, það er áhugi frá hinum enskumælandi heimi. Ég held að þeir hafi þá tilfinningu að kannski hafi ég bara hitt naglann á höfuðið hvað þessi mál varðar,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Þýskir, danskir og norskir útgefendur hafa keypt útgáfurétt Hvítu bókarinnar sem Einar sendi nýverið frá sér. Hún rauk beint í efsta sæti bókalista Eymundssonar en þetta er fjórða bókin um íslenska efnahagshrunið sem kemur út á skömmum tíma. Hvíta bókin velti Hruni Guðna Th. Jóhannessonar úr sessi en einnig hafa komið út Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarson og Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen. Einar segir að vinsældir þessara bóka ættu ekki að vera neitt undrunarefni. Íslendingar séu að reyna að skilja þennan veruleika sem nú blasi við þeim. „Þetta eru líka allt mjög ólíkar bækur. Sjálfur fann ég fyrir því, þegar ég fór að tjá mig, að það var mikill hljómgrunnur fyrir mínum málflutningi. Ég segi þetta bara blátt áfram og beint út.“ Rithöfundurinn segist telja að áhugi erlendra bókaútgefanda stafi af því að í alþjóða efnahagskreppunni finnist mönnum aðstæður Íslendinga vera málið í hnotskurn. „Mér finnst eins og mönnum þyki ég vera að lýsa heimi sem er annaðhvort á leiðinni til þeirra eða er jafnvel til og á eftir að koma upp á yfirborðið.“ Hvíta bókin sé þannig upplifun hins venjulega Íslendings af þessum sögulegu viðburðum sem hafi breytt íslensku samfélagi til frambúðar. „Þetta er bara tilraun til að skilja þetta allt, þetta eru svo mörg svið. Eitt er fjármálakerfið, annað eru stjórnmálaöflin og svo er þriðji hlutinn hugsunarhátturinn. Og svo er það að tengja alla þessi hluti saman.“ Einar viðurkennir að það sé kannski svolítið fyndið að bókin sé á leiðinni í útrás, þar sem það orð hafi fengið frekar neikvæða merkingu eftir að bankarnir hrundu. „Mér hefur samt tekist að halda mér á svæðinu í þrjátíu ár og kannski getur fjármálalífið bara lært af mér. Menn eiga ekki að þurfa að mæta með ímyndað alvæpni og hrópa á torgum úti. Sígandi lukka er best. Sá sem hefur eitthvað fram að færa þarf ekki að tilkynna það í gegnum hátalara eða forseta.“ Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Nei, nei, þetta kemur mér ekkert á óvart. Og ég á von á fleirum, það er áhugi frá hinum enskumælandi heimi. Ég held að þeir hafi þá tilfinningu að kannski hafi ég bara hitt naglann á höfuðið hvað þessi mál varðar,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Þýskir, danskir og norskir útgefendur hafa keypt útgáfurétt Hvítu bókarinnar sem Einar sendi nýverið frá sér. Hún rauk beint í efsta sæti bókalista Eymundssonar en þetta er fjórða bókin um íslenska efnahagshrunið sem kemur út á skömmum tíma. Hvíta bókin velti Hruni Guðna Th. Jóhannessonar úr sessi en einnig hafa komið út Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarson og Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen. Einar segir að vinsældir þessara bóka ættu ekki að vera neitt undrunarefni. Íslendingar séu að reyna að skilja þennan veruleika sem nú blasi við þeim. „Þetta eru líka allt mjög ólíkar bækur. Sjálfur fann ég fyrir því, þegar ég fór að tjá mig, að það var mikill hljómgrunnur fyrir mínum málflutningi. Ég segi þetta bara blátt áfram og beint út.“ Rithöfundurinn segist telja að áhugi erlendra bókaútgefanda stafi af því að í alþjóða efnahagskreppunni finnist mönnum aðstæður Íslendinga vera málið í hnotskurn. „Mér finnst eins og mönnum þyki ég vera að lýsa heimi sem er annaðhvort á leiðinni til þeirra eða er jafnvel til og á eftir að koma upp á yfirborðið.“ Hvíta bókin sé þannig upplifun hins venjulega Íslendings af þessum sögulegu viðburðum sem hafi breytt íslensku samfélagi til frambúðar. „Þetta er bara tilraun til að skilja þetta allt, þetta eru svo mörg svið. Eitt er fjármálakerfið, annað eru stjórnmálaöflin og svo er þriðji hlutinn hugsunarhátturinn. Og svo er það að tengja alla þessi hluti saman.“ Einar viðurkennir að það sé kannski svolítið fyndið að bókin sé á leiðinni í útrás, þar sem það orð hafi fengið frekar neikvæða merkingu eftir að bankarnir hrundu. „Mér hefur samt tekist að halda mér á svæðinu í þrjátíu ár og kannski getur fjármálalífið bara lært af mér. Menn eiga ekki að þurfa að mæta með ímyndað alvæpni og hrópa á torgum úti. Sígandi lukka er best. Sá sem hefur eitthvað fram að færa þarf ekki að tilkynna það í gegnum hátalara eða forseta.“
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira