Vesturport og Nick Cave gera nýja leikgerð af Faust 3. júlí 2009 08:00 Vesturportsfólkið Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Víkingur Kristjánsson vinnur nú að nýrri leikgerð Faust ásamt tónlistarséníunum Nick Cave og Warren Ellis. Sýningin verður svo sett upp í Berlín, Hamborg og London. „Þetta er búið að vera í þróun í svolítinn tíma, hefur fengið að gerjast í hausnum á manni á hliðarlínunni. En núna er vinnan hafin," segir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Vesturportshópurinn vinnur þessa dagana að nýrri leikgerð Faust sem verður jólasýning Borgarleikhússins í ár. Gísli Örn situr nú við að skrifa handritið ásamt þeim Víkingi Kristjánssyni, Birni Hlyni Haraldssyni og Nínu Dögg Filippusdóttur. „Og svo verða Nick Cave og Warren Ellis með tónlistina. Hún spilar stórt hlutverk," segir Gísli. Gísli segir erfitt að segja til um hvernig Faust þau muni setja upp. „Það eru til margar leikgerðir og sögur og við höfum verið að sanka að okkur öllu sem er til um þetta. Út frá því reynum við að finna kjarnann í sögunni og skrifum í kjölfarið," segir hann. Hingað til hefur Vesturport verið þekkt fyrir óvenjulegar uppsetningar sínar á þekktum verkum. Gísli fæst ekki til að vera með neinar yfirlýsingar um að svo verði nú. „Það er eiginlega skemmtilegra ef það fær bara að koma í ljós. Það er svo sem ekkert nýtt undir sólinni. Við ætlum bara að búa til Faust sem er okkar Faust - eins og við viljum sjá það." Gísli Örn verður leikstjóri verksins en ekki er enn farið að ræða hlutverkaskipan. Hópurinn situr nú sveittur við handritsskrifin á Kolsstöðum í Hvítársíðu í Borgarfirði. Þar eru þau í sambandi við Warren Ellis og Nick Cave í gegnum Skype. Þó að Faust verði jólasýning í Borgarleikhúsinu mun verkið ekki stoppa lengi þar. „Við gerum þetta líka í samstarfi við leikhús í Berlín, Hamborg og London, þau vildu tengjast þessu líka. Svo fer það eftir því hvernig tekst til hvort fleiri hafa áhuga. Það skemmir allavega ekki fyrir að hafa Nick Cave með." Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
„Þetta er búið að vera í þróun í svolítinn tíma, hefur fengið að gerjast í hausnum á manni á hliðarlínunni. En núna er vinnan hafin," segir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Vesturportshópurinn vinnur þessa dagana að nýrri leikgerð Faust sem verður jólasýning Borgarleikhússins í ár. Gísli Örn situr nú við að skrifa handritið ásamt þeim Víkingi Kristjánssyni, Birni Hlyni Haraldssyni og Nínu Dögg Filippusdóttur. „Og svo verða Nick Cave og Warren Ellis með tónlistina. Hún spilar stórt hlutverk," segir Gísli. Gísli segir erfitt að segja til um hvernig Faust þau muni setja upp. „Það eru til margar leikgerðir og sögur og við höfum verið að sanka að okkur öllu sem er til um þetta. Út frá því reynum við að finna kjarnann í sögunni og skrifum í kjölfarið," segir hann. Hingað til hefur Vesturport verið þekkt fyrir óvenjulegar uppsetningar sínar á þekktum verkum. Gísli fæst ekki til að vera með neinar yfirlýsingar um að svo verði nú. „Það er eiginlega skemmtilegra ef það fær bara að koma í ljós. Það er svo sem ekkert nýtt undir sólinni. Við ætlum bara að búa til Faust sem er okkar Faust - eins og við viljum sjá það." Gísli Örn verður leikstjóri verksins en ekki er enn farið að ræða hlutverkaskipan. Hópurinn situr nú sveittur við handritsskrifin á Kolsstöðum í Hvítársíðu í Borgarfirði. Þar eru þau í sambandi við Warren Ellis og Nick Cave í gegnum Skype. Þó að Faust verði jólasýning í Borgarleikhúsinu mun verkið ekki stoppa lengi þar. „Við gerum þetta líka í samstarfi við leikhús í Berlín, Hamborg og London, þau vildu tengjast þessu líka. Svo fer það eftir því hvernig tekst til hvort fleiri hafa áhuga. Það skemmir allavega ekki fyrir að hafa Nick Cave með."
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira