Lífið

Fleet Foxes vinnur með Al Jardine

robin pecknold Söngvari Fleet Foxes hitti Al Jardine, fyrrverandi liðsmann The Beach Boys, á dögunum.
robin pecknold Söngvari Fleet Foxes hitti Al Jardine, fyrrverandi liðsmann The Beach Boys, á dögunum.
Hljómsveitin Fleet Foxes frá Seattle í Bandaríkjunum ætlar hugsanlega að spila á nýjustu plötu Als Jardine, fyrrverandi liðsmanns The Beach Boys. Hinn 66 ára Jardine bauð hljómsveitinni í upptökuver sitt í Los Angeles til að ræða samstarfið. „Þeir eru frábærir. Þeir hafa líka þennan Beach Boys-hljóm og virkilega fallegar raddanir,“ sagði Jardine, en platan hans nefnist A Postcard from California. Robin Pecknold, söngvari Fleet Foxes, hafði gaman af fundinum með Jardine. „Hann var algjör öðlingur, virkilega góður gæi.“ Á meðal annarra gesta á plötunni verða hinn gamli félagi Jardine úr The Beach Boys, Brian Wilson, og leikarinn John Stamos. Löngu týnt lag með Beach Boys, A California Saga, sem þeir tóku upp með Neil Young, David Crosby og Stephen Stills, verður einnig á plötunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.