Lífið

Sótthreinsað spítaladrama

Heimir sverrisson og jón Atli Helgason Unnu í sameiningu að nýju myndbandi fyrir hljómsveitina Gusgus. fréttablaðið/anton
Heimir sverrisson og jón Atli Helgason Unnu í sameiningu að nýju myndbandi fyrir hljómsveitina Gusgus. fréttablaðið/anton

Nýtt tónlistarmyndband með hljómsveitinni Gusgus verður frumsýnt í næstu viku og bíða eflaust margir spenntir eftir að berja það augum. Það eru þeir Heimir Sverrisson og Jón Atli Helgason, betur þekktur sem Hárdoktorinn, sem unnu myndbandið í sameiningu. „Þegar nýja platan með Gusgus var að koma út vorum við Jón Atli fengnir til þess að vinna að sérstöku þema fyrir plötuna. Við ákváðum að breyta útliti og ímynd hljómsveitarinnar og unnum áfram með þetta þema í myndbandinu,“ segir Heimir. Hann segir hugmyndaferlið hafa verið langt og strangt og lítið standi nú eftir af hinni upphaflegu hugmynd. Heimir og Jón Atli unnu að handritinu í sameiningu ásamt Rafaellu Sigurðardóttur og líkt og myndirnar bera með sér þá er hér á ferðinni sótthreinsað spítaladrama með erótísku ívafi. Það er fyrirsætan Tinna Bergs sem fengin var til að leika aðhlutverkið en auk hennar fara Helgi Björnsson söngvari og Walter Grímsson með hlutverk í myndbandinu.

Heimir segir að tökur á myndbandinu hafi gengið sérstaklega vel fyrir sig, enda hafi hann unnið með einvala liði. „Fólkið sem kom að þessu með mér var frábært og myndbandið væri örugglega ekki svona flott hefði þeirra ekki notið við.“ Verið er að leggja lokahönd á myndbandið núna og býst Heimir við að það verði tilbúið til frumsýningar í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.