Lífið

Sorglegur lokaþáttur

Michael Emerson leikur Benjamin Linus í þáttunum Lost.
Michael Emerson leikur Benjamin Linus í þáttunum Lost.
Michael Emerson, sem leikur illmennið Benjamin Linus í Lost, spáir því að lokaþátturinn verði sorglegur. „Ég held að endirinn verði ekki á léttu nótunum," sagði Emerson. „Ég held að við eigum eftir að sjá miklu fleiri deyja eftir því sem nær dregur endinum. Ég giska á að einhverjar þekktar persónur deyi. Ég er handviss um að endalokin verði fyrst og fremst gerð fyrir fullorðna áhorfendur." Sjötta og síðasta þáttaröð Lost verður frumsýnd í Bandaríkjunum á næsta ári og bíða áhorfendur spenntir eftir því að sjá dulúðina sem umlykur þættina leysta upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.