Lífið

Fimmtugir og frægir - myndband

Hann er þekktastur fyrir Gleðibankann, rokkið og rauða hárið. Eiríkur Hauksson verður fimmtugur á laugardag og blæs til heljarinnar afmælistónleika í Austurbæ í tilefni dagsins.

 

Af því tilefni hittu liðsmenn sjónvarpsþáttarins Ísland í dag þennan fyrsta Eurovision fara okkar Íslendinga sem segist loksins hættur að láta sig dreyma um heimsfrægð.

 

Einnig fá áhorfendur að sjá þegar Björn Leifsson, betur þekktur sem Bjössi í World Class, hélt sumarfagnað á 50 ára afmælisdaginn.

 

Ísland í dag hefst klukkan 18:55 strax að loknum fréttum Stöðvar 2.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.