Lífið

Allavega tuttugu ár í viðbót

ólafur páll gunnarsson
ólafur páll gunnarsson

„Þegar Andrea Jóns hættir að fara veit ég að ég á tuttugu ár eftir,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2, spurður hvort hann sé ekkert að verða of gamall fyrir Hróarskelduhátíðina í Danmörku.

Óli Palli hefur sótt hátíðina á hverju ári síðan 1996, sem þýðir að hátíðin í ár er sú fjórtánda í röðinni. Hann var nýkominn á hátíðarsvæðið í gær ásamt Andreu í blíðskaparveðri þegar Fréttablaðið hafði samband við hann.Hlakkaði hann mikið til að sjá Hjaltalín sem átti að stíga á svið síðar um kvöldið. Einnig var hann spenntur fyrir deginum í dag þegar sveitir á borð við Oasis og Nick Cave and the Bad Seeds stíga á svið. Útvarpað verður beint frá hátíðinni í Rokklandi Óla Palla á Rás 2 á sunnudaginn og á hann vafalítið eftir að reyna að ná tali af einhverjum frægum hljómsveitum. „Það er ekkert planað, þannig lagað. Þetta er svolítið eins og að fara á grásleppu. Stundum fær maður eitthvað og stundum ekki en ég ætla að reyna að hitta Fleet Foxes og Glasvegas.“

Um tvö hundruð Íslendingar sækja Hróars­kelduhátíðina í ár, sem er mikil fækkun frá því sem verið hefur. „Ég held að það sé kringum einn tíunda af því sem það var fyrir tveimur árum,“ segir Óli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.