Lífið

Jude Law á Broadway

Breski leikarinn er á leiðinni til New York þar sem Hamlet verður sett á fjalirnar.
Breski leikarinn er á leiðinni til New York þar sem Hamlet verður sett á fjalirnar.
Leiksýningin Hamlet með Jude Law í aðalhlutverki verður flutt á Broadway í New York frá West End í London þar sem hún hefur verið sýnd við mjög góðar undirtektir. Fyrsta sýningin verður 6. október og verður sýningatímabilið tólf vikur. Þetta verður í fyrsta sinn sem Law leikur á Broadway síðan 1995. Þá var hann tilnefndur til Tony-verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Indiscretions. Hamlet lýkur göngu sinni í London 22. ágúst og eftir það verða nokkrar sýningar í Danmörku, heimalandi Hamlets.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.