Lífið

Maó formaður fylgist með Davíð

Fálkinn er á sínum stað. Og svo fylgist Maó með á veggnum.
Fálkinn er á sínum stað. Og svo fylgist Maó með á veggnum.

Óhætt er að kalla nýjasta viðtali hennar Agnesar Bragadóttur við Davíð Oddsson pólitíska bombu. Fyrrum forsætisráðherrann, seðlabankastjórinn og formaður Sjálfstæðisflokksins lætur gamminn geysa af miklum krafti.

Mynd sem skreytir viðtalið af formanninum fyrrverandi vekur þó óneitanlega athygli. Þar er allt nokkurn veginn eins og það á að vera - sjálfstæðisfálkinn er á borðinu og svo mynd af Davíð og eiginkonu.

Kannski dulin skilaboð. Kommúnismi og ævarandi fátækt.

Síðan má sjá málverk upp á vegg sem sýnir hefðarfólk að snæða þar sem Maó formaður fylgist með þeim.

Fyrir þá sem ekki vita þá var Maó ansi farsæll formaður kommúnistaflokksins í Kína og gegndi því embætti þar til hann lést. Hann var arkitektinn að kínverska kommúnismanum sem er að mestu leyti enn við lýði í þessu milljarða manna ríki.

Eftir að Vísir óskaði eftir ábendingum um verkið þá kom að sjálfsögðu í ljós að höfundur þess er Erró. Hitt málverkið sem sjá má á myndinni er eftir Karólínu Lárusdóttur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.