Lífið

Breytast eftir veðri og vindum

Jet Korine mun selja hönnun sína í versluninni Belleville, sem er í eigu Bjarna og Önnu.fréttablaðið/anton
Jet Korine mun selja hönnun sína í versluninni Belleville, sem er í eigu Bjarna og Önnu.fréttablaðið/anton

Ný fatalína hönnuðarins Jet Korine, #01 Endless Light, verður frumsýnd í versluninni Belleville á Laugavegi í dag. Þetta er fyrsta línan sem hún hannar undir eigin nafni og eru flíkurnar nokkuð sérstakar fyrir þær sakir að þær eru allar unnar á lífrænan hátt. „Ég var búin að starfa í tískubransanum í nokkur ár og fékk svo á endanum ógeð. Ég er með ákveðnar hugmyndir um heiminn og heimilið og vil sjálf hafa sem mest lífrænt og umhverfisvænt í kringum mig og þegar ég uppgötvaði hvað tískubransinn var fjarri þeim hugsunarhætti fannst mér ég ekki geta tekið þátt í þessu lengur. Þegar ég fór af stað með þessa fatalínu vildi ég ekki setja nafnið mitt við neitt sem ekki væri lífrænt í framleiðslu,“ segir Jet um hugmyndina að baki línunni.

Fötin eru handlituð með náttúrulegum lit og svo þvegin upp úr sjó; með þessari aðferð skiptir flíkin litum í mismunandi birtu og breytist eftir því hversu mikið hún er notuð.

Frumsýningarteitið hefst klukkan 16 og verður gestum þá boðið að skoða flíkurnar auk þess sem sérstök innsetning verður í glugga verslunarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.