Lífið

Erfitt að segja bless

Hjartaknúsarinn segir að erfitt hafi verið að kveðja persónuna John Dillinger.
Hjartaknúsarinn segir að erfitt hafi verið að kveðja persónuna John Dillinger.

Johnny Depp segir að erfitt hafi verið að kveðja persónuna John Dillinger sem hann leikur í sinni nýjustu mynd, Public Enemies. Myndin fjallar um frægasta bankaræningja Bandaríkjanna, sem olli miklum usla í kreppunni á fjórða áratugnum. „Að segja bless við Dillinger var eins og að kveðja ættingja,“ sagði Depp. Samt telur hann að einna erfiðast hafi verið að kveðja Edward Scissorhands í samnefndri mynd. „Það var erfitt að búa ekki lengur við öryggið sem fólst í því að að leyfa sjálfum sér að vera svona hreinskilinn og berskjaldaður.“ Depp nefnir einnig persónu sína í The Libertine sem hann þurfti hreinlega að breytast í í rúmlega fjörutíu daga. „Þetta var eins og maraþon og þegar ljósin slokknuðu varð allt svart.“

Public Enemies er fyrsta mynd Depp síðan hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir Sweeney Todd. Á meðal annarra væntanlegra mynda hans eru The Imaginarium of Doctor Parnassus, Lísa í Undralandi og The Rum Diaries.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.