Lífið

Fimm spila á metalkvöldi

Rokkararnir í Dimmu spila á Grand Rokk í kvöld.
Rokkararnir í Dimmu spila á Grand Rokk í kvöld.
Fimm hljómsveitir koma fram á þungarokkstónleikum á Grand Rokk í kvöld þar sem fjölbreytnin mun ráða ríkjum. Fyrst stígur á svið hljómsveitin Wistaria sem spilar metalcore, næst á dagskrá verða rokkhundarnir í Dimmu og á eftir þeim kemur blackmetal-sveitin Svartidauði. Fjórða sveitin sem stígur á svið nefnist Bastard en hún spilar dauða­rokk og önnur dauðarokksveit, Beneath, lýkur síðan kvöldinu. Húsið verður opnað klukkan 22 og aldurstakmark er 20 ár. Aðgangseyrir er enginn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.