Lífið

Vottaði Jackson virðingu sína

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Madonna á tónleikum.
Madonna á tónleikum.
Madonna vottaði Michael heitnum Jackson virðingu sína á tónleikum í gær. Tónleikana hélt hún á sama sviði og Michael ætlaði að hefja tónleikaröð sína á síðar í þessum mánuði.

Mynd af Michael Jackson ungum birtist á sviðinu þegar Madonna var að flytja lagið "Holiday" þegar eftirherma steig á svið, klædd eins og Michael Jackson. Þá var byrjað að spila lagið "Wanna Be Starting Something," sem Jackson söng nokkuð eftirminnilega á sínum tíma og eftirherman steig hin margfrægu spor Jacksons.

Eftir þetta atriði bað Madonna 17 þúsund tónleikagesti sína um að klappa fyrir Jackson sem hún sagði vera einn mesta listamann allra tíma. Tónleikagestir tóku ákaft undir með klappi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.