Lífið

Natalie Imbruglia vekur athygli á neyð veikra kvenna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Natalie Imbruglia vekur athygli á neyð veikra kvenna.
Natalie Imbruglia vekur athygli á neyð veikra kvenna.
Natalie Imbruglia syngur um einmanakennd og skömm í vinsælasta lagi sínum sem kallast Torn. Og enn beinir Imbruglia sjónum að þessum neikvæðu tilfinningum en hún hefur vakið athygli Sameinuðu þjóðanna á hinum hvimleiða fistilsjúkdómi sem getur herjað á konur. Þessi sjúkdómur lýsir sér þannig að óeðlilegt gat myndast á milli tveggja líffæra í konunum. Dæmi eru um að slíkt gat myndist milli ristils og legganga.

„Þetta er tvöfalt áfall. Sumar af þessum konum einangrast frá samfélaginu. Þeim finnst þær vera skítugar og skammast sín," sagði Imbruglia í viðtali við Associated Press. „Sumum þeirra finnst þær hafa orðið fyrir einhverskonar bölvun því þær skilja ekki hvað er að koma fyrir líkama þeirra. Og sumum þeirra finnst eins og samfélagið hafni þeim," sagði Imbruglia.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.