Lífið

Heimsækir veik börn

Depp klæddist sem sjóræninginn Jack Sparrow til að kæta veik börn.
Depp klæddist sem sjóræninginn Jack Sparrow til að kæta veik börn.
Leikarinn Johnny Depp kom í óvænta heimsókn á barnaspítala í London í síðustu viku. Depp, sem var í borginni til að kynna nýjustu kvikmynd sína, kom klæddur sem sjóræninginn Jack Sparrow og eyddi löngum tíma með börnunum. „Johnny var mjög vinalegur. Hann eyddi löngum tíma í að spjalla við starfsfólk spítalans og sjúklingana og börnin fengu að taka mynd af sér með Jack Sparrow,“ var haft eftir heimildarmanni. Spítalinn sem Depp heimsótti var sá sami og dóttir hans dvaldi á árið 2007 eftir mikil veikindi og með þessu vildi leikarinn þakka starfsfólkinu fyrir vel unnin störf.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.