Fleiri fréttir

Ætlar ekki í fleiri lyfjameðferðir

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá þegar Helga Arnardóttir einn af stjórnendum sjónvarpsþáttarins Ísland í dag tók persónulegt og hjartnæmt viðtal við hetjuna Björk Andersen sem barist hefur við krabbamein í fimm ár. Björk ætlar ekki að fara í fleiri lyfjameðferðir en krabbameinið er komið á fjórða stig sem er lokastig sjúkdómsins en hún ætlar samt sem áður að lifa lífinu til fulls án verkja. Ísland í dag hefst strax að loknum fréttum í kvöld klukkan 18:55. Hér má lesa bloggið hennar Bjarkar.

Vill aðeins stráka

Söngkonan Rihanna viðurkenndi í viðtali við tímaritið Interview að hún væri aðeins farin að hugsa um barneignir og þegar sá tími kæmi langaði hana aðeins í syni.

Hélt framhjá með sjö

Aðþrengda eiginkonan Eva Longoria á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en hún er að komast að einhverju nýju um eiginmann sinn Tony Parker á hverjum degi. Nú á körfuboltamaðurinn að hafa haldið framhjá leikkonunni með sjö konum og meðal þeirra á að vera ein af bestu vinkonum stjörnunnar. Hjónin sóttu um skilnað á dögunum en bandarískir miðlar eru strax farnir að líkja Parker við kylfukappann Tiger Woods og hans skilnað fyrr á árinu.

Á Charlie Sheen afturkvæmt til Hollywood?

Líf leikarans Charlie Sheen hefur verið skrautlegt – svo vægt sé tekið til orða. Hann er reglulega kærður fyrir ofbeldisbrot, hefur farið í fjölmargar meðferðir og er nú sakaður um að reyna að kyrkja klámmyndaleikkonu.

Íslenskt rokkabillí til Japans

„Rokkabillíið er sko alls ekki búið,“ segir Gísli Veltan, en hljómsveit hans, The 59‘s, spilar á Rokkabillíkvöldi á Faktorý á föstudaginn.

Einn frægasti kvenhugsuður sögunnar

Kvikmyndin Agora eftir Óskars­verðlaunahafann Alejandro Amenábar er frumsýnd á Íslandi um helgina. Hún fjallar um síðustu daga Rómaveldis og hetjulega baráttu heimspekingsins, stærðfræðingsins og konunnar Hypatiu fyrir því að mikilvægri þekkingu Forn-Grkkja sé bjargað frá glötun.

Lone Ranger aftur af stað

Eftir mikið volk í ólgusjó Hollywood er kvikmynd um Lone Ranger, grímuklædda kúrekann í villta vestrinu, og hestinn hans Silver loksins að verða að veruleika. Disney-fyrirtækið, í samstarfi við stórmyndakanónuna Jerry Bruckheimer, ætlar að framleiða kvikmynd um þessa frægustu persónu George W. Trendle sem varð feikilega vinsæl í amerísku útvarpi og sjónvarpi. Sjóræningjaleikstjórinn Gore Verbinski hefur verið ráðinn í leikstjórastólinn og Johnny Depp mun að öllum líkindum leika ráðagóða indíánann Tonto.

Kántrí-upprisa Kid Rock

Vandræðagemlingurinn Kid Rock sendi á dögunum frá sér plötuna Born Free. Ólíkt fyrstu skrefum Rocks í tónlistarbransanum er Born Free kántríplata af gamla skólanum og stefnubreytingin malar fyrir hann gull.

Eftirsóttir andfætlingar

Ástralskir og reyndar nýsjálenskir kvikmyndagerðarmenn hafa undanfarin ár tekið Ameríku með trompi í mörgum skilningi þess orðs. Þeir eru í fremstu röð en reyna um leið að halda tryggð við heimalandið.

Einar er í góðum höndum

Rithöfundurinn Árni Þórarinsson rambaði inn á tökustað Tíma nornarinnar í fyrradag en sjónvarpsþáttaröð Friðriks Þórs Friðrikssonar er einmitt byggð á samnefndri bók höfundarins um Einar blaðamann. Árni segir það hafa verið erfitt að skrifa handritið sjálfur.

RÚV gerir þátt um Poppstjörnu Íslands

„Þetta verður mjög skrautlegur og flottur þáttur,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. RÚV hóf nýlega framleiðslu á þætti um líf og starf poppstjörnunnar Páls Óskars Hjálmtýssonar. Þátturinn verður á dagskrá laugardaginn 18. desember, þegar Hringekjan hefur runnið sitt skeið.

Axl Rose ræðst á Guitar Hero

Hinn léttgeggjaði Axl Rose, söngvari Guns N‘ Roses, hefur kært tölvuleikjaframleiðandann Activision sem framleiðir hina víðfrægu Guitar Hero leiki. Rose vill fá tuttugu milljónir dala í skaðabætur frá fyrirtækinu, en hann fullyrðir að hann hafi verið gabbaður til að leyfa því að nota smellinn Welcome to the Jungle í leiknum Guitar Hero III.

Bonnie ‘Prince‘ tekur Sufjan

Snillingurinn Bonnie ‘Prince‘ Billy verður á meðal flytjenda á ábreiðuplötu þar sem öll lögin verða af plötunni Seven Swans eftir Sufjan Stevens. Seven Swans kom út árið 2004 og er jafnan talin ein af betri plötum meistara Stevens.

Christian Bale segir bless við Batman

The Dark Knight Rises verður síðasta myndin sem Christian Bale mun klæðast skikkju Leðurblökumannsins í. Þetta kom fram í samtali Bale við fjölmiðla nýverið. Bale hefur leikið Batman og Bruce Wayne í tveimur myndum eftir Chris Nolan sem báðar hafa slegið í gegn hjá áhorfendum um allan heim. Bale kom hingað til Íslands þegar tökur á fyrri myndinni, Batman Begins, hófust en þær fór að mestu leyti fram við Svínafellsjökul. Þeirri mynd var ákaft fagnað enda hafði Leðurblökumaðurinn þá legið í dvala síðan að George Clooney og Arnold Schwarzenegger frystu þessa elskuðu myndasöguhetju.

Ódýrt og óspennandi

Ein stjarna fyrir Skyline og önnur fyrir skemmtilegu handþurrkuna á snyrtingu Laugarásbíós. Hún er alltaf jafn hress.

Litríkt og hressandi á rauða dreglinum

Bandarísku tónlistarverðlaunin voru afhent síðastliðinn sunnudag og að venju þræddu stjörnurnar rauða dregilinn og stilltu sér upp fyrir myndavélarnar.

Hrefna Rósa landsliðskokkur: Við erum stolt

Íslenska kokkalandsliðið hlaut í dag gullverðlaun í flokknum „Heitir réttir" á heimsmeistaramótinu í matreiðslu. Við heyrðum í Hrefnu Rósu Sætran landsliðskokki sem er stödd í Luxembourg. Þetta er frábær árangur og við erum stolt. Það er mikið keppnisfólk í liðinu. Kokkar eru oft eins og kvikmyndastjörnur í útlöndum og það er rosalega mikil virðing borin fyrir þeim svo maður gekk með nefið upp í loftið í höllinni. Mjög góð tilfinning," segir Hrefna sem er líka sjónvarpsstjarna með meiru en hún er með vinsælu Matarklúbbsþættina á Skjá einum. Núna höfum við lokið keppni og erum að ganga frá öllu dótinu okkar. Það er svo mikið af pottum og pönnum sem fylgir landsliðinu og við þurfum að pakka því vel svo að það komist heilt til Íslands með skipi. Annars erum við að fara út að borða öll saman í kvöld á stað sem heitir The Last Supper eða Síðasta kvöldmáltíðin og þar munum við skála í kampavín til að fagna. Tveggja ára vinna að baki, allir sáttir og strax byrjaðir að huga að því hvernig við getum náð því að verða Ólympíumeistarar," segir Hrefna himinlifandi yfir frábærum árangri.

John Travolta eignast son

John Travolta og eiginkona hans Kelly Preston eignuðust dreng í gær, sem hefur verið nefndur Benjamin. Benjamin er þriðja barn hjónanna en talsmaður þeirra sendi tilkynningu frá sér svohljóðandi: John, Kelly og dóttir þeirra Ella Bleu, eru himinlifandi yfir nýja fjölskyldumeðliminum. Bæði móður og barni heilsast vel." Frumburður þeirra, Jett, féll frá í janúar 2009.

Barnabókahöfundur náði mynd af Lagarfljótsorminum

Barnabókahöfundurinn Huginn Þór Grétarsson ætlar sennilega að verða afkastamesti rithöfundurinn í ár en hann hefur gefið út fjórar barnabækur. Þar af var ein bókin prentuð í tíu þúsund eintökum.

Greinilega staður fallega fólksins

„Það var brjálað stuð á opnuninni og virkilega gaman. Við þökkum kærlega fyrir frábærar móttökur um helgina. Það var æðislegt hversu margir mættu og stemningin þvílíkt góð til klukkan fjögur bæði kvöldin og allir svo ánægðir og kátir," svarar Draupnir Rúnar Draupnisson fyrrum Eurovision stjarna, kennari, flugþjónn, fararstjóri, mastersnemi og sérlegur áhugamaður um skemmtanalíf.

Sóli Hólm á leið í sjónvarp

Rithöfundurinn og skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm Sólmundarson hefur verið ráðinn á Skjá einn og verður hann liðsmaður í nýjum skemmtiþætti sem hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni á næsta ári.

Get vonandi boðið konunni upp í dans hér eftir

Átta íþróttamenn ætla að læra að dansa undir styrkri handleiðslu Peters Anderson fyrir dag Rauða nefsins sem haldinn verður hátíðlegur 3. desember. Íþróttamenn eru taktlausir, segir einn þátttakenda.

Þakkar Hrafni fyrir ferilinn

Hin sænska Noomi Rapace er stolt af þeim tíma sem hún eyddi á Íslandi. Hún er þakklát Hrafni Gunnlaugssyni fyrir að kveikt í sér draum um að gerast leikkona.

Alba vill fleiri börn

Leikkonan Jessica Alba vill eignast fleiri börn á næstunni með eiginmanninum Cash Warren. Alba og bóndi hennar eiga tveggja ára dóttur, Honor Marie, og leikkonan vill gjarnan að dóttirin fái systkini til að leika sér við.

Var fyrirsætan ekki að gera neitt fyrir þig?

Leikkonan Kate Winslet er hætt með fyrirsætunni Louis Dowler en meðfylgjandi myndir voru teknar af þeim þegar allt lék í lyndi í september síðastliðnum. Eftir að Kate skildi við barnsföður sinn og eiginmann, leikstjórann Sam Mendes, fyrr á þessu ári, byrjaði hún fljótlega með fyrirsætunni en nú, aðeins fjórum mánuðum síðar hefur hún fengið nóg. Náinn vinur Kate sagði við tímaritið MailOnline: Louis var hækjan hennar eftir erfið sambandsslit við Sam og hún naut sín virkilega vel með honum en núna þarf Kate tíma út af fyrir sig. Hún vill einbeita sér að ferlinum og börnunum. Kate á sex ára son, Joe, með Sam og tíu ára gamla stúlku, Miu, með Jim Threapleton.

Þýsk mynd um landkönnuði tekin upp á Langjökli

„Þetta hljóta að vera einhverjar lengstu kvikmyndatökur sem hafa farið fram uppi á jökli hér á Íslandi,“ segir Kristinn Þórðarson hjá Saga Film. Um helgina lauk fjórtán daga tökumaraþoni fjörutíu manna tökuliðs frá Þýskalandi og Íslandi uppi á Langjökli. Jökullinn leikur stórt hlutverk í nýrri þýskri sjónvarpsmynd sem fjallar um frægt kapphlaup Roalds Amundsen og Roberts Scott á Suðurskautslandinu árið 1911 en hún verður frumsýnd í mars á næsta ári á þýsku stöðinni ZDF.

Skylduáhorf fyrir netverja

Catfish er óvæntur gleðigjafi þar sem Facebook og blekkingunni sem þar fær stundum að lifa eru gerð góð skil á mannlegan hátt.

Hógvær Paul Potts vill íslenskan bjór

Breski tenórinn Paul Potts treður upp með Björgvini Halldórssyni í Laugardalshöll nú í byrjun desember ásamt aragrúa söngvara, meðal annars norsku Eurovision-stjörnunni Alexander Rybak. Potts, sem er fyrrverandi símasölumaður í Bridgend, er greinilega ekki þjakaður af stjörnustælum því hann gerir ekki miklar kröfur um aðbúnað baksviðs – og þó.

Klippa fyrir Krabbameinsfélagið

„Við erum búin að spara daginn og reyndum að bóka ekki mikið svo hægt væri að fá sem flesta í heimsókn,“ segir Kristján Aage Hilmarsson, hárgreiðslumaður á Sjoppunni. Á morgun stendur stofan fyrir góðgerðadegi til styrktar Krabbameinsfélaginu þar sem starfsmenn Sjoppunnar bjóða upp á klippingu allan daginn, gegn frjálsu framlagi. „Fólk kemur í klippingu, borgar það sem það vill og allur peningurinn fer beint í Krabbameinsfélagið,“ segir Kristján.

Fékk ráð hjá Downey Jr.

Gwyneth Paltrow deyr ekki ráðalaus ef hana vantar ráð. Hún upplýsti í kanadísku útgáfunni af Hello! að hún hefði þegið góð ráð hjá Robert Downey Jr. hvað varðar ávanabindandi vímuefni. Eins og flestum ætti að vera kunnugt kom Downey sér reglulega í klandur út af slíkum málum á sínum yngri árum.

Gerir mynd um geðveiki

Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry sér loksins fyrir endann á tólf ára þrautagöngu kvikmyndar­innar Frankie & Alice, því nú styttist í frumsýningu hennar. Frankie & Alice, sem byggð er á sannsögulegum atburðum, segir frá konu með geðklofa.

Ótímabær þungun

Sögur ganga nú um að sextán ára gömul dóttir fyrrverandi forsetaframbjóðandans Söruh Palin sé ólétt. Bristol Palin, eldri dóttir Söruh, varð sem frægt er orðið ólétt á táningsaldri og nú gæti verið að yngri dóttirin, Willow, eigi einnig von á barni.

Öfunduð af því að vera nálægt söngvara Hurts

Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, leikur í nýju myndbandi hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Anna Þóra flaug til London á föstudag og dvaldi í borginni þar til í gær. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi Hurts en hún fór einnig með aðalhlutverkið í myndbandi lagsins Stay ásamt söngvaranum Theo Hutchcraft.

Hvaða brúnkukrem erum við að tala um?

Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru í íþróttahúsinu í Mosfellsbæ og Laugardalshöll um helgina þar sem úrslit í fitness og vaxtarækt fóru fram. Magnús Samúelsson vann margfaldan Íslands- og bikarmeistaratitil, Magnús Bess í vaxtarrækt yfir 85 kóló og Gunnar Nelson att kappi gegn Michael Russel og sigraði bardagann en hann er í dag bjartasta vonin í heimi blandaðra bardagalistar.

Hátíska í H&M

Á meðfylgjandi myndum má sjá hönnun franska tískuhússins Lanvin fyrir H&M. Hönnuðurinn er Alber Elbaz og línan samanstendur af kjólum, kápum, bolum, pilsum, skóm og hönskum. Í myndbandinu sem fer eins og logi yfir akur um netið þessa dagana má sjá módel eins og Natasha Poly, Tati Cotliar og Hannelore Knuts á lúxushótelherbergjum kvartandi yfir að elskhuginn færi þeim rósir í stað Lanvin-klæða. Herlegheitin, sem skoða má í myndasafni, fara í sölu í netverslun H&M og völdum búðum 23. nóvember.

Drungalegur millikafli

Harry Potter og dauðadjásnin er fín afþreying en áhorfandinn vill óneitanlega fá meira, sjálfan lokakaflann.

Séð og heyrt anno 1874

Stórskemmtileg og vel stíluð saga en dálítið ágripskennd og sjónarhornið þröngt.

Tískan á bleika dreglinum

Tískusýningar undirfataframleiðandans Victoria's Secret hafa ávallt vakið mikla athygli enda ansi litríkar og glaðlegar. Gestir á sýningunni á dögunum gengu ekki rauða dregilinn heldur þann bleika og hér má sjá nokkrar myndir af því sem gestirnir klæddust á sýningunni.

Uppselt á tónleika Ólafs Arnalds víða um Evrópu

Ólafur Arnalds hefur verið í tæpan mánuð á tónleikaferðalagi um Evrópu. Allt hefur gengið eins og í sögu hjá Ólafi og föruneyti hans sem telur 11 manns. „Við erum búin að leggja allt í þennan túr,“ segir tónlistar­maðurinn Ólafur Arnalds.

Skilnaðaralda í Hollywood

Skilnaðir og brestir í samböndum fræga fólksins vekja jafnan mikla athygli og að undanförnu hefur óvenju mikið borið á hjónaskilnuðum í borg englanna. Fréttablaðið valdi fimm fræg pör sem hafa ákveðið að fara hvort í sína áttina.

Ólafur seldur á 37 milljónir

Quadruple Spiral Projection, sem listfræðingar telja vera fyrsta mikilvæga verkið eftir íslenska listamanninn Ólaf Elíasson, var slegið hæstbjóðanda hjá norræna uppboðshaldaranum Bukowski í Stokkhólmi á miðvikudagskvöld.

Trúðar koma um áramótin

Klovn:The Movie eða Trúður: Kvikmyndin verður frumsýnd á Íslandi 2. janúar í Sambíóunum. Þetta staðfestir Sigurður Viktor Chelbat hjá Samfilm við Fréttablaðið.

Komin á samning í Þýskalandi

Hljómsveit Veru Sölvadóttur og Magnúsar Jónssonar reynir fyrir sér í Þýskalandi með útgáfu á dansvænni plötu. Plata með tvíeykinu BB & Blake verður gefin út hjá þýska útgáfufyrirtækinu Athletikk á næstunni. Hún inniheldur fjórar ólíkar útgáfur af laginu Paris je t’aime. Tónlistar­mennirnir Lars Sommer­feld, Edgar 9000 og Kerosene sjá um að endurvinna lögin.

Sjá næstu 50 fréttir