Lífið

Var fyrirsætan ekki að gera neitt fyrir þig?

Louis Dowler og Kate Winslet. MYNDIR/Cover Media
Louis Dowler og Kate Winslet. MYNDIR/Cover Media

Leikkonan Kate Winslet er hætt með fyrirsætunni Louis Dowler en meðfylgjandi myndir voru teknar af þeim þegar allt lék í lyndi í september síðastliðnum.

Eftir að Kate skildi við barnsföður sinn og eiginmann, leikstjórann Sam Mendes, fyrr á þessu ári, byrjaði hún fljótlega með fyrirsætunni en nú, aðeins fjórum mánuðum síðar hefur hún fengið nóg.

Náinn vinur Kate sagði við tímaritið MailOnline: Louis var hækjan hennar eftir erfið sambandsslit við Sam og hún naut sín virkilega vel með honum en núna þarf Kate tíma út af fyrir sig. Hún vill einbeita sér að ferlinum og börnunum.

Kate á sex ára son, Joe, með Sam og tíu ára gamla stúlku, Miu, með Jim Threapleton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.