Lífið

Sóli Hólm á leið í sjónvarp

Sólmundur kemur fram í nýjum gamanþætti á Skjá einum á næsta ári.fréttablaðið/anton
Sólmundur kemur fram í nýjum gamanþætti á Skjá einum á næsta ári.fréttablaðið/anton

Rithöfundurinn og skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm Sólmundarson hefur verið ráðinn á Skjá einn og verður hann liðsmaður í nýjum skemmtiþætti sem hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni á næsta ári.

„Þetta eru ákveðin tímamót hjá mér. Ég er að segja upp vinnunni og ganga til liðs við Skjáinn. Það er gaman að prófa eitthvað nýtt,“ segir Sólmundur spurður um fréttirnar.

Frekari upplýsingar um þáttinn eru á huldu og sjálfur gefur Sólmundur lítið upp. „Það er verið að þróa þetta allt saman, hvernig þetta verður nákvæmlega,“ segir hann dularfullur.

Sólmundur hefur getið sér gott orð sem eftirherma, uppistandari og veislustjóri. Þá sendi hann frá sér ævisögu Gylfa Ægissonar í fyrra, en bókin fékk góðar viðtökur bókaorma og gagnrýnenda.

En er þetta starf í sjónvarpi draumur að rætast? „Þetta er kannski ekki draumur – ég hef alltaf vitað að þetta myndi gerast. Ég á heima í sjónvarpi,“ segir Sólmundur í laufléttum dúr. „Þetta er rökrétt skref. Ég get ekki sagt að þetta komi mér á óvart. En það verður gaman að vinna með þeim á Skjá einum.

Vonandi get ég gert eitthvað af viti.“ - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.