Lífið

Ólafur seldur á 37 milljónir

Ólafur Elíasson er ákaflega verðmætur en fyrsta, mikilvæga verkið hans, Quadruple Spiral Projection, var selt fyrir 37 milljónir í Svíþjóð á dögunum. Fréttablaðið/Valli
Ólafur Elíasson er ákaflega verðmætur en fyrsta, mikilvæga verkið hans, Quadruple Spiral Projection, var selt fyrir 37 milljónir í Svíþjóð á dögunum. Fréttablaðið/Valli
Quadruple Spiral Projection, sem listfræðingar telja vera fyrsta mikilvæga verkið eftir íslenska listamanninn Ólaf Elíasson, var slegið hæstbjóðanda hjá norræna uppboðshaldaranum Bukowski í Stokkhólmi á miðvikudagskvöld.

Verkið fór á 37 milljónir íslenskra eða rúmar 2,2 sænskra en samkvæmt uppboðsskránni var jafnvel búist við því að verkið yrði selt á þrjár milljónir sænskra. Quadruple Spiral Projection er þriggja metra hár skúlptúr sem leikur sér með ljós- og skugga­áhrif. Það var hannað árið 2004 en eins og flestum ætti að vera kunnugt um er Ólafur nú í fremstu röð samtímalistamanna. Verkið er nú í einkaeigu en fastlega má reikna með því að verðgildi þess eigi eftir að hækka haldi ferill Ólafs áfram að vera jafn glæsilegur.

Framkvæmdastjóri Bukowski, Mikael Storåkers, segir verkið vera fallegt og einfalt og mikla hönnun og henta vel þeim sem geti haft verk eftir Ólaf Elíasson inni hjá sér. „Ólafur er einn mikilvægasti listamaður heims og það er því mikill heiður fyrir þetta uppboðsfyrirtæki að fá að bjóða upp svona mikilvægt verk eftir hann hérna í Svíþjóð." Ýmis listaverk og hönnunarvörur voru boðin upp þetta kvöld og mátti meðal annars sjá hluti eftir Arne Jakobsen og Alvar Aalto.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.