Lífið

Greinilega staður fallega fólksins

MYNDIR/Eggert Jóhannesson
MYNDIR/Eggert Jóhannesson

„Það var brjálað stuð á opnuninni og virkilega gaman. Við þökkum kærlega fyrir frábærar móttökur um helgina. Það var æðislegt hversu margir mættu og stemningin þvílíkt góð til klukkan fjögur bæði kvöldin og allir svo ánægðir og kátir," svarar Draupnir Rúnar Draupnisson fyrrum Eurovision stjarna, kennari, flugþjónn, fararstjóri, mastersnemi og sérlegur áhugamaður um skemmtanalíf spurður út í opnun Esju sem er nýr skemmtistaður við Austurvöll þar sem Apótekið var áður.

„Við teljum niður fyrir næstu helgi," bætir hann við en hér má sjá myndir frá síðustu helgi.

„Það var ólýsanlega gaman að húsið hafi verið orðið pakkfullt klukkan tíu opnunarkvöldið og það er vonandi það sem koma skal. Esja er komin til að vera," segir hann.

„Við hlökkum til að sjá sem flesta í framtíðinni og finnum mikið þakklæti frá fólki að loksins sé kominn flottur skemmtistaður fyrir 25 ára og eldri með góðu dansgólfi og spjallvænu umhverfi. Sérstaða okkar er að einblína á þennan aldurshóp og lokum við klukkan fjögur.

„Fólk á besta aldri fannst það vera orðin einhver afgagnsstærð í skemmtanalífinu sem passaði hvergi inn en nú á það sér flottan kærkominn samastað," segir Draupnir að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.