Lífið

Axl Rose ræðst á Guitar Hero

Axl Rose er ekki á leiðinni í Guitar Hero-partí á næstunni – það er víst. Hann vill ekki sjá að Slash sé að trana sér fram í nafni Guns N‘ Roses.
Axl Rose er ekki á leiðinni í Guitar Hero-partí á næstunni – það er víst. Hann vill ekki sjá að Slash sé að trana sér fram í nafni Guns N‘ Roses.

Hinn léttgeggjaði Axl Rose, söngvari Guns N' Roses, hefur kært tölvuleikjaframleiðandann Activision sem framleiðir hina víðfrægu Guitar Hero leiki. Rose vill fá tuttugu milljónir dala í skaðabætur frá fyrirtækinu, en hann fullyrðir að hann hafi verið gabbaður til að leyfa því að nota smellinn Welcome to the Jungle í leiknum Guitar Hero III.

Málið snýst að hluta til um notkun leiksins á persónu sem var gerð eftir Slash, gítarleikara Guns N' Roses. Rose segist aðeins hafa leyft Activision að nota lagið ef leikurinn myndi ekki vísa á neinn hátt í Slash eða hljómsveit hans, Velvet Revolver.

Í kærunni sakar Rose Activision um lygar og blekkingar til að koma á fót einhvers konar samstarfi milli leiksins og hljómsveitarinnar Guns N' Roses og að samningar hafi verið sviknir. Hann segir lagið Welcome to the Jungle hafa verið notað sem vopn í þeirri baráttu. Þá segir hann lagið Sweet Child O' Mine, í flutningi Guns N' Roses, hafa verið notað í kynningu á Guitar Hero III, en hann hafi aðeins gefið leyfi til að lagið væri notað í Guitar Hero II.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.