Lífið

Hógvær Paul Potts vill íslenskan bjór

Hófsamar kröfur Paul Potts fer fram á að fá tvo kalda íslenska bjóra til að svolgra í sig þegar hann stígur niður af sviðinu í Laugardalshöll. Tónleikahaldara bíður það vandasama verk að velja rétta bjórinn.
Hófsamar kröfur Paul Potts fer fram á að fá tvo kalda íslenska bjóra til að svolgra í sig þegar hann stígur niður af sviðinu í Laugardalshöll. Tónleikahaldara bíður það vandasama verk að velja rétta bjórinn.
Breski tenórinn Paul Potts treður upp með Björgvini Halldórssyni í Laugardalshöll nú í byrjun desember ásamt aragrúa söngvara, meðal annars norsku Eurovision-stjörnunni Alexander Rybak. Potts, sem er fyrrverandi símasölumaður í Bridgend, er greinilega ekki þjakaður af stjörnustælum því hann gerir ekki miklar kröfur um aðbúnað baksviðs – og þó.

Listi yfir það sem Potts fer fram á þegar hann kemur fram á tónleikum, svokallaður „rider“, er fremur hófsamur miðað við lista margra kollega hans sem sótt hafa landið heim síðustu ár. Mesta athygli vekur að Potts gerir kröfu um að tveir kaldir bjórar séu tilbúnir þegar hann stígur niður af sviðinu. Þeir bjórar mega ekki vera frá erlendum framleiðanda heldur íslenskum og því bíður tónleikahaldaranna ærið verkefni að velja úr þeim íslensku tegundum sem í boði eru.

Annars eru kröfurnar fremur lágstemmdar og tónleikahaldarar verða ekki í miklum erfiðleikum með að uppfylla þær, Potts vill hafa allt klárt fyrir teið sem hann drekkur, vatnið má ekki vera ískalt og þá verður að vera beittur hnífur baksviðs svo hann geti skorið sítrónur út í teið sitt. Reyndar verða tónleikahaldarar að sjá til þess að ostabakki sé fyrir hendi, ef ske kynni að Potts yrði svangur milli hljóðprufunnar og tónleikanna sjálfra. - fgg
Víking bjór Gylltur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.