Lífið

Ótímabær þungun

Önnur unglingsdóttir Söruh Palin gæti verið ólétt. Hér sést Willow Palin halda á bróður sínum. 
Nordicphotos/Getty
Önnur unglingsdóttir Söruh Palin gæti verið ólétt. Hér sést Willow Palin halda á bróður sínum. Nordicphotos/Getty
Sögur ganga nú um að sextán ára gömul dóttir fyrrverandi forsetaframbjóðandans Söruh Palin sé ólétt. Bristol Palin, eldri dóttir Söruh, varð sem frægt er orðið ólétt á táningsaldri og nú gæti verið að yngri dóttirin, Willow, eigi einnig von á barni.

Að sögn bandarískra fjölmiðla varð frú Palin mjög reið við fréttirnar. „Sarah fékk áfall og trúði ekki að hún væri að ganga í gegnum þetta aftur með yngri dóttur sína. Mæðgurnar fóru saman til að kaupa þungunarpróf og Sarah var á nálum allan tímann inni í versluninni," var haft eftir heimildarmanni.

Orðrómurinn hefur þó ekki verið staðfestur af Palin-fjölskyldunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.