Þýsk mynd um landkönnuði tekin upp á Langjökli 23. nóvember 2010 09:00 Fjörutíu manna tökulið frá Þýskalandi og Íslandi tók upp sjónvarpsmynd á Langjökli. Myndin fjallar um kapphlaup tveggja landkönnuða á suðurpólinn árið 1911 og verður frumsýnd á ZDF á næsta ári. Leikstjórinn Oliver Halmburger er klæddur í appelsínugula úlpu. „Þetta hljóta að vera einhverjar lengstu kvikmyndatökur sem hafa farið fram uppi á jökli hér á Íslandi,“ segir Kristinn Þórðarson hjá Saga Film. Um helgina lauk fjórtán daga tökumaraþoni fjörutíu manna tökuliðs frá Þýskalandi og Íslandi uppi á Langjökli. Jökullinn leikur stórt hlutverk í nýrri þýskri sjónvarpsmynd sem fjallar um frægt kapphlaup Roalds Amundsen og Roberts Scott á Suðurskautslandinu árið 1911 en hún verður frumsýnd í mars á næsta ári á þýsku stöðinni ZDF. Að sögn Kristins nutu þeir aðstoðar frá Flugbjörgunarsveitinni sem sá um að gæta fyllsta öryggis á tökustað en þar að auki komu nokkrir íslenskir leikarar við sögu, meðal annars Davíð Guðbrandsson og Ívar Örn Sverrisson. Á tímabili voru um þrjátíu sleðahundar uppi á jökli og fjórir hestar, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafði tökuliðið greiðan aðgang að Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, sem kom þýskum kvikmyndagerðarmönnum stöðugt í opna skjöldu með ótrúlegri nákvæmni í veðurspám. „Hann var alveg ótrúlegur og í 95 prósent tilvika var þetta rétt hjá honum. Hann sá meðal annars fyrir hvenær stormur upp á 25 metra á sekúndu myndi ganga niður, upp á mínútu.“ Eins og gefur að skilja geta veður verið ansi válynd uppi á jökli og breyst skyndilega. „Við fengum alls kyns veður, stundum var blankalogn og heiðskírt en og svo brast á með 25 stiga gaddi. Til allrar hamingju fyrir okkur og þýska tökuliðið voru það einmitt þannig aðstæður sem þeir vildu í myndina.“ Tökuliðið hélt af landi brott í gærmorgun og Kristinn segir Þjóðverjana hafa verið gríðarlega ánægða með hvernig til tókst. „Þeir vildu ólmir koma aftur og gera eitthvað meira seinna,“ segir Kristinn. Hann kann ekki skýringu á því hvers vegna Langjökull sé svona vinsæll hjá kvikmyndagerðarfólki sem vill ná fram suðurskautsáhrifum en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu var tekin upp auglýsing á jöklinum með austurrísku skíðakempunni Hermann Maier. „Valið stóð á milli Langjökuls og Vatnajökuls en aðgengið upp á Langjökul er einfaldlega miklu betra, hann er styttra frá höfuðborginni og þess vegna varð hann fyrir valinu.“freyrgigja@frettabladid.is Saga Film tekur upp sjónvarpsmynd Langjökull leikstjórinn Oliver Halmburger í appelsínugulu ekki í safn Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
„Þetta hljóta að vera einhverjar lengstu kvikmyndatökur sem hafa farið fram uppi á jökli hér á Íslandi,“ segir Kristinn Þórðarson hjá Saga Film. Um helgina lauk fjórtán daga tökumaraþoni fjörutíu manna tökuliðs frá Þýskalandi og Íslandi uppi á Langjökli. Jökullinn leikur stórt hlutverk í nýrri þýskri sjónvarpsmynd sem fjallar um frægt kapphlaup Roalds Amundsen og Roberts Scott á Suðurskautslandinu árið 1911 en hún verður frumsýnd í mars á næsta ári á þýsku stöðinni ZDF. Að sögn Kristins nutu þeir aðstoðar frá Flugbjörgunarsveitinni sem sá um að gæta fyllsta öryggis á tökustað en þar að auki komu nokkrir íslenskir leikarar við sögu, meðal annars Davíð Guðbrandsson og Ívar Örn Sverrisson. Á tímabili voru um þrjátíu sleðahundar uppi á jökli og fjórir hestar, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafði tökuliðið greiðan aðgang að Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, sem kom þýskum kvikmyndagerðarmönnum stöðugt í opna skjöldu með ótrúlegri nákvæmni í veðurspám. „Hann var alveg ótrúlegur og í 95 prósent tilvika var þetta rétt hjá honum. Hann sá meðal annars fyrir hvenær stormur upp á 25 metra á sekúndu myndi ganga niður, upp á mínútu.“ Eins og gefur að skilja geta veður verið ansi válynd uppi á jökli og breyst skyndilega. „Við fengum alls kyns veður, stundum var blankalogn og heiðskírt en og svo brast á með 25 stiga gaddi. Til allrar hamingju fyrir okkur og þýska tökuliðið voru það einmitt þannig aðstæður sem þeir vildu í myndina.“ Tökuliðið hélt af landi brott í gærmorgun og Kristinn segir Þjóðverjana hafa verið gríðarlega ánægða með hvernig til tókst. „Þeir vildu ólmir koma aftur og gera eitthvað meira seinna,“ segir Kristinn. Hann kann ekki skýringu á því hvers vegna Langjökull sé svona vinsæll hjá kvikmyndagerðarfólki sem vill ná fram suðurskautsáhrifum en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu var tekin upp auglýsing á jöklinum með austurrísku skíðakempunni Hermann Maier. „Valið stóð á milli Langjökuls og Vatnajökuls en aðgengið upp á Langjökul er einfaldlega miklu betra, hann er styttra frá höfuðborginni og þess vegna varð hann fyrir valinu.“freyrgigja@frettabladid.is Saga Film tekur upp sjónvarpsmynd Langjökull leikstjórinn Oliver Halmburger í appelsínugulu ekki í safn
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira