Lífið

Christian Bale segir bless við Batman

Christian Bale býst við því að næsta Batman-mynd, Dark Knight Rises, verði hans síðasta.
Christian Bale býst við því að næsta Batman-mynd, Dark Knight Rises, verði hans síðasta.

The Dark Knight Rises verður síðasta myndin sem Christian Bale mun klæðast skikkju Leðurblökumannsins í. Þetta kom fram í samtali Bale við fjölmiðla nýverið. Bale hefur leikið Batman og Bruce Wayne í tveimur myndum eftir Chris Nolan sem báðar hafa slegið í gegn hjá áhorfendum um allan heim. Bale kom hingað til Íslands þegar tökur á fyrri myndinni, Batman Begins, hófust en þær fór að mestu leyti fram við Svínafellsjökul. Þeirri mynd var ákaft fagnað enda hafði Leðurblökumaðurinn þá legið í dvala síðan að George Clooney og Arnold Schwarzenegger frystu þessa elskuðu myndasöguhetju.

Það var hins vegar Dark Knight-myndin sem setti ný viðmið í myndasögu-kvikmyndageiranum. Heath Ledger fór á kostum í hlutverki Jókersins, Katie Holmes var skipt út fyrir Maggie Gyllenhaal. Þriðja myndin er nú í vinnslu og mun enski leikarinn Tom Hardy að öllum líkindum leika aðalþrjótinn. Michael Caine verður á sínum stað sem hinn hundtryggi og ráðagóði þjónn Alfred og þeir Gary Oldman og Morgan Freeman verða einnig á sínum stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.