Lífið

Gerir mynd um geðveiki

Halle Berry vonast til að myndin Frankie & Alice verði gott innlegg í baráttuna við fordóma gegn geðveikum.
Halle Berry vonast til að myndin Frankie & Alice verði gott innlegg í baráttuna við fordóma gegn geðveikum.
Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry sér loksins fyrir endann á tólf ára þrautagöngu kvikmyndar­innar Frankie & Alice, því nú styttist í frumsýningu hennar. Frankie & Alice, sem byggð er á sannsögulegum atburðum, segir frá konu með geðklofa.

Berry segir í samtali við bandarísku útgáfuna af OK! að hún vilji auka samúð fólks með þeim sem eigi við geðræn vandamál að stríða.

Berry segist snemma hafa hrifist af vilja konunnar í myndinni og hún trúi því að saga hennar geti hjálpað til við að berjast við fordóma gegn geðveikum.

„Ég óska þess að myndin fái fólk til að sýna meiri samúð og um leið og ég heyrði sögu hennar vissi ég að þessa sögu yrði að segja,“ segir Berry við OK.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.