Lífið

Bonnie ‘Prince‘ tekur Sufjan

Bonnie ‘Prince‘ Billy hyggst taka þátt í gerð plötu þar sem lög Sufjans Stevens verða endurgerð.
Bonnie ‘Prince‘ Billy hyggst taka þátt í gerð plötu þar sem lög Sufjans Stevens verða endurgerð.

Snillingurinn Bonnie ‘Prince‘ Billy verður á meðal flytjenda á ábreiðuplötu þar sem öll lögin verða af plötunni Seven Swans eftir Sufjan Stevens. Seven Swans kom út árið 2004 og er jafnan talin ein af betri plötum meistara Stevens.

Ábreiðuplatan kemur út 22. mars á næsta ári og er gerð að frumkvæði bloggsíðunnar On Joyful Wings. Allur ágóði af sölu plötunnar rennur til samtaka sem styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini. Bonnie ‘Prince‘ flytur lagið All The Trees of the Field Will Clap Their Hands, en á meðal annarra flytjenda eru DM Stith, Half-Handed Cloud og Gregory Brothers.

Sufjan Stevens tekur ekki þátt í gerð plötunnar en gaf verkefninu samþykki sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.