Lífið

Skilnaðaralda í Hollywood

Sandra Bullock var ekki lengi að yfirgefa eiginmann sinn Jesse James eftir framhjáhaldið.
Sandra Bullock var ekki lengi að yfirgefa eiginmann sinn Jesse James eftir framhjáhaldið.

Skilnaðir og brestir í samböndum fræga fólksins vekja jafnan mikla athygli og að undanförnu hefur óvenju mikið borið á hjónaskilnuðum í borg englanna. Það er reyndar ekkert nýtt að stjörnurnar í Hollywood tolla ekki lengi í hjónabandi og skipta um maka ótt og títt.

Eins og flestum er kunnugt skildi Sandra Bullock við mótórhjólamanninnn Jesse James eftir að upp komst um framhjáhald hans með klámmyndastjörnu.

Nýjustu fregnir herma að Parker hafi haldið framhjá með eiginkonu liðsfélaga síns.

Í vikunni bárust fregnir af því að aðþrengda eiginkonan Eva Longoria hafi sótt um skilnað við eiginmann sinn til þriggja ára, körfuboltamanninn Tony Parker. Longoria, sem bar engin merki þess að hún væri að ganga í gegnum persónulega krísu þegar hún var kynnir á MTV verðlaunahátíðinni fyrir stuttu, mun vera mjög leið yfir þessu öllu saman en slúðurmiðlar vestanhafs segja að Parker hafi ekki verið við eina fjölina felldur.

Sumir greina frá því að hann hafi haldið við eiginkonu fyrr­verandi liðsfélaga síns í San Antonio Spurs og hefur Parker nú viðurkennt að önnur kona sé í spilinu.

Kate Winslet og Sam Mendes voru gift í tvö ár.
Leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Kate Winslet skildi við leikstjórann Sam Mendes fyrr á þessu ári eftir aðeins tveggja ára hjónaband en þau voru mikið draumapar í Hollywood þann tíma sem þau voru saman.

Aguilera er skilin við dansarann Jordan Bratman.

Poppdívan Christina Aguilera komst einnig í fréttirnar þegar hún sótti um skilnað við dansarann Jordan Bratman í september á þessu ári.

Þar er sagt að þau skilji í góðu og ætli að deila forræðinu yfir tveggja ára gömlum syni sínum.

Arquette heldur enn í vonina um að lappa upp á hjónabandið eftir meðferð.
Courteney Cox skildi við David Arquette eftir 11 ára hjónaband. Framhjáhald Arquette virðist vera ástæða skilnaðarins. Parið var talið eitt af óskapörunum í Hollywood enda tókst því að halda sig fjarri slúðursíðunum og kom því skilnaðurinn almenningi í opna skjöldu. Arquette ber fyrir sig kynlífsfíkn og leitar sér nú hjálpar við henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.