Kántrí-upprisa Kid Rock 25. nóvember 2010 21:00 Vandræðagemlingurinn Kid Rock sendi á dögunum frá sér plötuna Born Free. Ólíkt fyrstu skrefum Rocks í tónlistarbransanum er Born Free kántríplata af gamla skólanum og stefnubreytingin malar fyrir hann gull. Upp úr aldamótum þegar rapprokkið (e.: nu metal) var að renna sitt skeið á enda sendi Kid Rock frá sér plötuna Cocky. Á henni má finna kántrílagið Picture, sem Sheryl Crow söng ásamt Rock. Lagið kom ekki út áreynslulaust. Útgáfufyrirtæki Kids Rock kærði sig ekki um að hann breytti ímynd sinni úr harðgerðum rapprokkara í dúnmjúkan kántrísöngvara á einni nóttu og til að bæta gráu ofan á svart náðust ekki samningar við útgáfufyrirtæki Crow um útgáfu lagsins á smáskífu. Henni var því skipt út fyrir söngkonuna Allison Moorer. Lagið gat þá komið út, sló rækilega í gegn og Kid Rock hafði farið í kántríið (e.þ. gone country). Gone country er bandarískt slangur sem lýsir tónlistarmanni sem skiptir yfir í kántrítónlist. Gott dæmi um hljómsveit sem hefur farið í kántríið með góðum árangri er Bon Jovi en árið 2007 sendi hljómsveitin frá sér plötuna Lost Highway. Hún var fyrsta plata hljómsveitarinnar sem fór beint á topp bandaríska Billboard-listans. Slangrið lýsir reyndar líka sifjaspelli, en það er enginn að saka Kid Rock um slíkt. Dæmi um misheppnaða tilraun til að fara í kántríið er platan Do You Know með Jessicu Simpson frá árinu 2008. Platan gerði nánast út af við tónlistarferil Simpson, sem hefur átt afar erfitt uppdráttar undanfarið. Til að undirstrika þessa nýju ímynd má nefna að Kid Rock eyddi hluta þessa árs í að hita upp fyrir Bon Jovi. Á sama tíma fyrir áratug hitaði hann upp fyrir hljómsveitir á borð við Korn og System of a Down. Það getur enginn sakað Kid Rock um leti. Hann er búinn að vera að lengi; gaf út fyrstu plötuna 1990 og sló í gegn í átta árum síðar með plötunni Devil Without a Cause eftir mikið streð. Rock lýsir nýju plötunni sem lífrænni blöndu af blús og rokki. Rick Rubin stýrði upptökum á plötunni, en hann hefur unnið með meisturum á borð við Johnny Cash, Slayer og System of a Down. Platan er sú fyrsta sem Kid Rock sendir frá sér sem er ekki með viðvörunarmerki sem varar við óhefluðu orðbragði. Þykir það til marks um nýja ímynd tónlistarmannsins. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Vandræðagemlingurinn Kid Rock sendi á dögunum frá sér plötuna Born Free. Ólíkt fyrstu skrefum Rocks í tónlistarbransanum er Born Free kántríplata af gamla skólanum og stefnubreytingin malar fyrir hann gull. Upp úr aldamótum þegar rapprokkið (e.: nu metal) var að renna sitt skeið á enda sendi Kid Rock frá sér plötuna Cocky. Á henni má finna kántrílagið Picture, sem Sheryl Crow söng ásamt Rock. Lagið kom ekki út áreynslulaust. Útgáfufyrirtæki Kids Rock kærði sig ekki um að hann breytti ímynd sinni úr harðgerðum rapprokkara í dúnmjúkan kántrísöngvara á einni nóttu og til að bæta gráu ofan á svart náðust ekki samningar við útgáfufyrirtæki Crow um útgáfu lagsins á smáskífu. Henni var því skipt út fyrir söngkonuna Allison Moorer. Lagið gat þá komið út, sló rækilega í gegn og Kid Rock hafði farið í kántríið (e.þ. gone country). Gone country er bandarískt slangur sem lýsir tónlistarmanni sem skiptir yfir í kántrítónlist. Gott dæmi um hljómsveit sem hefur farið í kántríið með góðum árangri er Bon Jovi en árið 2007 sendi hljómsveitin frá sér plötuna Lost Highway. Hún var fyrsta plata hljómsveitarinnar sem fór beint á topp bandaríska Billboard-listans. Slangrið lýsir reyndar líka sifjaspelli, en það er enginn að saka Kid Rock um slíkt. Dæmi um misheppnaða tilraun til að fara í kántríið er platan Do You Know með Jessicu Simpson frá árinu 2008. Platan gerði nánast út af við tónlistarferil Simpson, sem hefur átt afar erfitt uppdráttar undanfarið. Til að undirstrika þessa nýju ímynd má nefna að Kid Rock eyddi hluta þessa árs í að hita upp fyrir Bon Jovi. Á sama tíma fyrir áratug hitaði hann upp fyrir hljómsveitir á borð við Korn og System of a Down. Það getur enginn sakað Kid Rock um leti. Hann er búinn að vera að lengi; gaf út fyrstu plötuna 1990 og sló í gegn í átta árum síðar með plötunni Devil Without a Cause eftir mikið streð. Rock lýsir nýju plötunni sem lífrænni blöndu af blús og rokki. Rick Rubin stýrði upptökum á plötunni, en hann hefur unnið með meisturum á borð við Johnny Cash, Slayer og System of a Down. Platan er sú fyrsta sem Kid Rock sendir frá sér sem er ekki með viðvörunarmerki sem varar við óhefluðu orðbragði. Þykir það til marks um nýja ímynd tónlistarmannsins. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira