Kántrí-upprisa Kid Rock 25. nóvember 2010 21:00 Vandræðagemlingurinn Kid Rock sendi á dögunum frá sér plötuna Born Free. Ólíkt fyrstu skrefum Rocks í tónlistarbransanum er Born Free kántríplata af gamla skólanum og stefnubreytingin malar fyrir hann gull. Upp úr aldamótum þegar rapprokkið (e.: nu metal) var að renna sitt skeið á enda sendi Kid Rock frá sér plötuna Cocky. Á henni má finna kántrílagið Picture, sem Sheryl Crow söng ásamt Rock. Lagið kom ekki út áreynslulaust. Útgáfufyrirtæki Kids Rock kærði sig ekki um að hann breytti ímynd sinni úr harðgerðum rapprokkara í dúnmjúkan kántrísöngvara á einni nóttu og til að bæta gráu ofan á svart náðust ekki samningar við útgáfufyrirtæki Crow um útgáfu lagsins á smáskífu. Henni var því skipt út fyrir söngkonuna Allison Moorer. Lagið gat þá komið út, sló rækilega í gegn og Kid Rock hafði farið í kántríið (e.þ. gone country). Gone country er bandarískt slangur sem lýsir tónlistarmanni sem skiptir yfir í kántrítónlist. Gott dæmi um hljómsveit sem hefur farið í kántríið með góðum árangri er Bon Jovi en árið 2007 sendi hljómsveitin frá sér plötuna Lost Highway. Hún var fyrsta plata hljómsveitarinnar sem fór beint á topp bandaríska Billboard-listans. Slangrið lýsir reyndar líka sifjaspelli, en það er enginn að saka Kid Rock um slíkt. Dæmi um misheppnaða tilraun til að fara í kántríið er platan Do You Know með Jessicu Simpson frá árinu 2008. Platan gerði nánast út af við tónlistarferil Simpson, sem hefur átt afar erfitt uppdráttar undanfarið. Til að undirstrika þessa nýju ímynd má nefna að Kid Rock eyddi hluta þessa árs í að hita upp fyrir Bon Jovi. Á sama tíma fyrir áratug hitaði hann upp fyrir hljómsveitir á borð við Korn og System of a Down. Það getur enginn sakað Kid Rock um leti. Hann er búinn að vera að lengi; gaf út fyrstu plötuna 1990 og sló í gegn í átta árum síðar með plötunni Devil Without a Cause eftir mikið streð. Rock lýsir nýju plötunni sem lífrænni blöndu af blús og rokki. Rick Rubin stýrði upptökum á plötunni, en hann hefur unnið með meisturum á borð við Johnny Cash, Slayer og System of a Down. Platan er sú fyrsta sem Kid Rock sendir frá sér sem er ekki með viðvörunarmerki sem varar við óhefluðu orðbragði. Þykir það til marks um nýja ímynd tónlistarmannsins. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Vandræðagemlingurinn Kid Rock sendi á dögunum frá sér plötuna Born Free. Ólíkt fyrstu skrefum Rocks í tónlistarbransanum er Born Free kántríplata af gamla skólanum og stefnubreytingin malar fyrir hann gull. Upp úr aldamótum þegar rapprokkið (e.: nu metal) var að renna sitt skeið á enda sendi Kid Rock frá sér plötuna Cocky. Á henni má finna kántrílagið Picture, sem Sheryl Crow söng ásamt Rock. Lagið kom ekki út áreynslulaust. Útgáfufyrirtæki Kids Rock kærði sig ekki um að hann breytti ímynd sinni úr harðgerðum rapprokkara í dúnmjúkan kántrísöngvara á einni nóttu og til að bæta gráu ofan á svart náðust ekki samningar við útgáfufyrirtæki Crow um útgáfu lagsins á smáskífu. Henni var því skipt út fyrir söngkonuna Allison Moorer. Lagið gat þá komið út, sló rækilega í gegn og Kid Rock hafði farið í kántríið (e.þ. gone country). Gone country er bandarískt slangur sem lýsir tónlistarmanni sem skiptir yfir í kántrítónlist. Gott dæmi um hljómsveit sem hefur farið í kántríið með góðum árangri er Bon Jovi en árið 2007 sendi hljómsveitin frá sér plötuna Lost Highway. Hún var fyrsta plata hljómsveitarinnar sem fór beint á topp bandaríska Billboard-listans. Slangrið lýsir reyndar líka sifjaspelli, en það er enginn að saka Kid Rock um slíkt. Dæmi um misheppnaða tilraun til að fara í kántríið er platan Do You Know með Jessicu Simpson frá árinu 2008. Platan gerði nánast út af við tónlistarferil Simpson, sem hefur átt afar erfitt uppdráttar undanfarið. Til að undirstrika þessa nýju ímynd má nefna að Kid Rock eyddi hluta þessa árs í að hita upp fyrir Bon Jovi. Á sama tíma fyrir áratug hitaði hann upp fyrir hljómsveitir á borð við Korn og System of a Down. Það getur enginn sakað Kid Rock um leti. Hann er búinn að vera að lengi; gaf út fyrstu plötuna 1990 og sló í gegn í átta árum síðar með plötunni Devil Without a Cause eftir mikið streð. Rock lýsir nýju plötunni sem lífrænni blöndu af blús og rokki. Rick Rubin stýrði upptökum á plötunni, en hann hefur unnið með meisturum á borð við Johnny Cash, Slayer og System of a Down. Platan er sú fyrsta sem Kid Rock sendir frá sér sem er ekki með viðvörunarmerki sem varar við óhefluðu orðbragði. Þykir það til marks um nýja ímynd tónlistarmannsins. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira