Fleiri fréttir Kynnir Nóbelinn Leikkonan unga Anne Hathaway kemur fram í nýju hlutverki í lok mánaðarins en hún ætlar að vera kynnir á Nóbelstónleikunum sem haldnir eru í tengslum við afhendingu friðarverðlaunanna í Osló. Hathaway stendur við hlið leikarans Denzels Washington og mun það hafa verið leikkonan sjálf sem bað um að fá að gegna þessu hlutverki. 20.11.2010 20:00 Fjölmiðlafárið var of mikið fyrir mig Sænska prinsessan Madeleine talaði í fyrsta sinn opinberlega um sambandsslitin við Jonas Bergström síðasta vor í blaðaviðtali í vikunni. Þau voru nýtrúlofuð þegar upp komst um ítrekað framhjáhald kappans, meðal annars með ungri norskri stúlku sem seldi sögu sína til slúðurblaða þar í landi. 20.11.2010 18:15 Knightley leikur Önnu Keira Knightley á nú í samningaviðræðum við leikstjórann Joe Wright um að leika Önnu Kareninu, höfuðpersónu samnefndrar skáldsögu eftir Leo Tolstoj. Wright þessi leitar greinilega ekki langt yfir skammt eftir aðalleikkonum því hann leikstýrði Keiru í Pride and Prejudice og Atonement. Working Title er með myndina á sinni könnu og er gert ráð fyrir því að fyrsta uppkast að handriti verði klárt í næsta mánuði. 20.11.2010 18:00 Kennir Frökkum að taka slátur „Hann viðurkenndi að hann hefði kúgast yfir þessu,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir matargúrú, sem sýndi frönskum sjónvarpsmanni í vikunni hvernig ætti að taka slátur. Franska sjónvarpsstöðin Arte var stödd hér á landi til að fjalla um hvernig Íslendingar hefðu brugðist við kreppunni sem svo skyndilega skall á þjóðinni. 20.11.2010 16:30 Kate leggur línurnar Kjólar eins og sá sem Kate Middleton, unnusta Vilhjálms Bretaprins, var í er trúlofun þeirra var kynnt seldust upp á innan við sólarhring eftir að myndir af henni í kjólnum birtust. Kjóllinn er hannaður af brasilískum hönnuði sem Middleton leitar gjarnan til þegar hana vantar kjóla við opinberar athafnir. 20.11.2010 15:00 Japis opnuð á ný á netinu „Það verður að hafa trú á því að fólk borgi áfram fyrir tónlist því ef að það gerir það ekki endar það þannig að ekkert verður gefið út,“ segir Ásvaldur Friðriksson. 20.11.2010 13:00 Setur upp Villiönd Ibsens fyrir norska þjóðleikhúsið Baltasar Kormákur hefur verið fenginn til að setja upp Villiöndina eftir Henrik Ibsen í norska þjóðleikhúsinu árið 2012. Villiöndin á að vera opnunarsýningin á Ibsen-hátíðinni sem leikhúsið heldur annað hvert ár en Ibsen er í hávegum hafður í menningarlífi Norðmanna. „Þetta er mikill heiður fyrir mig," segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið. Hann er staddur í Los Angeles að ráða til sín starfsfólk fyrir fyrstu stóru Hollywood-kvikmyndina sína, Contraband, sem Universal-kvikmyndaverið framleiðir með Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðalhlutverki. 20.11.2010 11:00 Ingó gefur litla bróður tækifæri á Nasa „Hann er yngri, myndarlegri og betri söngvari. Það er allt sem þarf,“ segir Ingólfur Þórarinsson, söngvari Veðurguðanna. 20.11.2010 09:15 Gerði þátt með Maggie Q Egill Örn Egilsson, íslenskur kvikmyndagerðarmaður í Hollywood, leikstýrði nýverið þætti í bandarísku spennuþáttaröðinni Nikita með Die Hard stjörnunni Maggie Q í aðalhlutverki. Þættirnir hafa hlotið mikið lof í Ameríku og fá 7,8 á imdb.com en þeir eru byggðir á valinkunnri franskri mynd um unga stúlku á refilstigum sem bjargað er af leyniþjónustu Bandaríkjanna og í kjölfarið gerð út í líki leigumorðingja. Meðal annarra leikara í þáttunum má nefna Shane West sem margir kannast við úr ER og svo Lyndsy Fonseca úr Kick-Ass. 20.11.2010 07:30 Hræðist ekki hrukkurnar Fyrirsætan Heidi Klum sagði í nýju viðtali við tímaritið Self Magazine að besta fegurðarráðið sem hún gæti gefið konum á hennar aldri væri að bæta svolitlu kjöti á beinin. 20.11.2010 06:00 Vægast sagt löðrandi „Já það var gaman að rífa í járnin með Cutlernum. Ég er 94 kíló af hreinu kjöti en hann er 130 kíló af hreinu kjöti. Ég er vanur að lyfta með Audda Blö og Hjöbba Hafliða þar sem ég er tröllið á æfingunum, en þarna var mér neglt niður á jörðina. Leið eins og aumingja alla æfinguna," segir Egill og heldur áfram: 19.11.2010 09:00 Gallerí Dunga Gallerí Dunga á Geirsgötu 5a er listagallerí sem selur verk aðeins eftir íslenskar listakonur. Við kíktum í heimsókn þar sem eigendurnir Ingibjörg Klemenz og Dunna sýndu okkur galleríið. 19.11.2010 00:01 Hjálmaklíkan með þrjár vinsælustu plöturnar Hljómsveitin Baggalútur gefur í á Tónlistanum þessa vikuna með nýjustu plötu sína, Næstu jól, og nær toppsætinu af Memfismafíunni og Diskóeyjunni. Í þriðja sæti eru síðan Hjálmar með Keflavík Kingston. Menn eru án efa kátir í herbúðum þessarra þriggja sveita, enda eru þær að miklu leyti skipaðar sömu mönnum. 19.11.2010 16:04 Friðrik Dór lofar miklu fjöri á útgáfutónleikum í kvöld „Þetta verður veisla, ein stór veisla, því get ég lofað,“ segir Friðrik Dór, söngvari, sem heldur útgáfutónleika á Nasa í kvöld. Hann lofar mikilli stemmingu en fjöldi tónlistarmanna koma fram með söngvaranum í kvöld. Á meðal þeirra eru Erpur Eyvindarson, Ásgeir Orri og Steindi Jr., auk þess mun rapparinn Henrik Biering taka lagið ásamt góðum gestum. 19.11.2010 16:26 Þór í nýrri tónleikaröð Tónlistarmaðurinn Þór Breiðfjörð Kristinsson, sem hefur verið búsettur í Kanada, er fluttur til Íslands eftir fjórtán ára fjarveru. 19.11.2010 15:00 Önnur dansmynd til Hollands „Það er mikill heiður að fá þetta tækifæri. Þetta ýtir manni áfram í að gera fleiri myndir,“ segir María Þórdís Ólafsdóttir. Dans-stuttmynd hennar, Between, hefur verið valin til þátttöku á kvikmyndahátíðina Cinedans í Amsterdam sem fer fram 9. til 12. desember. 19.11.2010 14:30 Fljúga frá Ástralíu til að sjá Frostrósir „Við verðum í Noregi um jólin og áramótin en þegar við fréttum af þessum tónleikum fannst okkur lítið tiltökumál að bæta Íslandi á listann,“ segir Ástralinn Craig Murray. Hann hyggst fljúga alla leið til Íslands og vera viðstaddur jólatónleika Frostrósa sem haldnir verða á Akureyri um miðjan næsta mánuð. Murray er að eigin sögn forfallinn Eurovision-aðdáandi og hefur verið allar götur síðan Abba-flokkurinn kom, sá og sigraði árið 1974. Hann ætti því að fá nóg fyrir sinn pening enda troða upp á tónleikunum þrír söngvarar sem eru með slíka reynslu á bakinu: þau Friðrik Ómar, Regína Ósk og Hera Björk. 19.11.2010 10:00 Páll Óskar söng óvænt fyrir börnin á Álftaborg Páll Óskar Hjálmtýsson kom í óvænta heimsókn á leikskólann Álftaborg á miðvikudaginn. Palli var á leiðinni að Lyngási en fór húsavillt og mætti því starfsmönnum Álftaborgar á kaffistofu leikskólans. Heimsóknin endaði með samsöng þar sem Palli og börnin tóku lagið. 19.11.2010 09:15 Þriðja myndin um Bridget Jones? Breski leikarinn Colin Firth hefur gefið í skyn að þriðja myndin um Bridget Jones sé væntanleg. Hinn fimmtugi Firth hefur leikið Mark Darcy, ástmann Jones, í fyrstu tveimur myndunum. 19.11.2010 08:45 Klippa kynlíf úr þekktum myndum Bandaríska fyrirtækið Family Edited DVDs sérhæfir sig í að klippa kynlífs- og ofbeldisatriði úr kvikmyndum til að gera þær fjölskylduvænar. Fyrirtækið selur svo myndirnar aftur og hefur þannig reitt stóru kvikmyndaverin til reiði. 19.11.2010 08:30 Grét eftir samfarir Jazmine Waltz, löguleg snót sem svaf hjá David Arquette skömmu eftir skilnað hans og Courteney Cox, segir leikarann hafa verið óspennandi í rúminu. Þetta kemur fram í viðtali við Waltz í bandaríska lífsstílstímaritinu Style. 19.11.2010 08:00 Helgi Svavar semur fyrir Osló Helgi Svavar Helgason hefur tekið að sér að semja tónlistina við rómantísku gamanmyndina Okkar eigin Osló í leikstjórn Reynis Lyngdal. Helgi, þekktastur fyrir að vera trymbill í Hjálmum og Flís, hefur unnið töluvert með Stefáni Jónssyni, prófessor í leiklist við Listaháskóla Íslands, og samdi meðal annars tónlistina við Enron sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. 19.11.2010 07:30 Kelly óttast krabbamein Raunveruleikastjarnan Kelly Osbourne, dóttir rokkarans Ozzy, óttast mjög að greinast með krabbamein. Átta ár eru liðin síðan móðir hennar Sharon greindist með ristilkrabbamein. „Ég er sannfærð um að ég fái krabbamein,“ sagði hin 26 ára Kelly í sjónvarpsviðtali. 19.11.2010 06:00 Fín lög, frábærar útsetningar Tólf árum eftir síðustu plötu kemur sterk og persónuleg plata frá Önnu Halldórsdóttur. 19.11.2010 06:00 Hall ver bókina sína Jerry Hall segist ekki sjá eftir því að hafa gefið út bókina Jerry Hall: My Life in Pictures sem skartar myndum af henni og fyrrverandi eiginmanni hennar, Mick Jagger, í tilhugalífinu. Hall og Jagger voru gift í níu ár og eignuðust saman fjögur börn. 19.11.2010 06:00 Clooney verðlaunaður Hjartaknúsarinn George Clooney var fyrir skömmu heiðraður í hátíðlegu kvöldverðarboði í New York fyrir mannúðarstarf sitt. Verðlaunin nefnast Ripple of Hope og eru veitt af mannréttindasamtökum Roberts F. Kennedy. 19.11.2010 05:00 Borat, Brüno ... geitahirðir Larry Charles, maðurinn sem stýrði bæði Borat og Bruno, hefur ákveðið að leikstýra Sacha Baron Cohen í þriðja sinn. Myndin fjallar um geitahirði og einræðisherra sem týnast í Bandaríkjunum, eins furðulegt og það kann að hljóma. 18.11.2010 23:30 Butler endurreisir harðhausaferilinn Gerard Butler sló eftirminnilega í gegn sem spartverski konungurinn Leonidas þegar hann barðist ásamt örfáum liðsmönnum sínum við fullmannaðan her Persa í myndinni 300. Eftir það breytti hann um stefnu, talaði inn á teiknimynd og lék í rómantískum gaman/hasarmyndum, meðal annars á móti Jennifer Aniston. 18.11.2010 23:00 Gagnrýnir Pavement-liða Billy Corgan, forsprakki Smashing Pumpkins, hefur skotið föstum skotum að hljómsveitinni Pavement. Corgan hefur haft horn í síðu Pavement-liða eftir að þeir gerðu grín að Pumpkins í laginu Range Life sem kom út 1994, eða fyrir sextán árum. 18.11.2010 22:30 Geimverur til Hollywood Hátt í fimmtán myndir um geimverur af öllum stærðum og gerðum verða frumsýndar næstu árin. Ein þeirra, Skyline, kemur hingað til lands um helgina. 18.11.2010 22:00 Mynd Reese kippt til baka vegna blótsyrða Aðstandendur kvikmyndarinnar How Do You Know með Reese Witherspoon í aðalhlutverkinu eru í miklum vandræðum eftir að kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna setti þeim skilyrði; annað hvort yrði myndin klippt eða hún yrði bönnuð. 18.11.2010 21:30 Netið er margslungið Freyr Gígja Gunnarsson hringdi til New York og heyrði í þrímenningunum á bak við myndina Catfish. Nev Schulman er umfjöllunarefnið í heimildarmyndinni og bróðir hans, Ariels Schulman og vinurinn Henry Joost leikstýra. Myndin hefur vakið mikla athygli og er sýnd á heimildarmyndahátíð Græna ljóssins. 18.11.2010 21:00 Ný Strokes-plata á lokasprettinum Eftir fjögurra ára bið er ný plata frá The Strokes í sjónmáli. New York-sveitin hefur lokið upptökum og ætti platan að koma út á næstu mánuðum. 18.11.2010 20:30 The Killers gefa út nýtt jólalag Las Vegas rokkararnir í The Killers ætla að gefa út jólasmáskífu í heimalandi sínu eins og undanfarin ár. Lagið nefnist Boots og kemur út 30. nóvember. Sveitin byrjaði að gefa út jólasmáskífur árið 2006 og hefur haldið í hefðina allar götur síðan. 18.11.2010 20:00 Umdeildi hrokagikkurinn Kanye Rapparinn umdeildi Kanye West gefur út sína fimmtu plötu eftir helgi. Gripurinn nefnist My Beautiful Dark Twisted Fantasy og á meðal gesta eru Bon Iver, Jay-Z, Rihanna og John Legend. 18.11.2010 19:30 Wolverine verður dökk og raunsæ Darren Aronofsky hefur fullvissað alla aðdáendur Wolverine um að næsta mynd um þennan skæða stökkbreyti verði ekki gleðilegt framhald af X-Men Origins: Wolverine. 18.11.2010 19:00 Vilt þú ókeypis ferð til London Símtölunum rignir inn á útvarpsstöðinni X-977 þessa dagana, enda hófst þar á mánudaginn Kings Of Leon-leikur þar sem verðlaunin eru lúxusferð til London á tónleika með sveitinni. 18.11.2010 15:51 Ryan Reynolds er kynþokkafyllstur Eiginmaður Scarlett Johansson, kanadíski leikarinn Ryan Reynolds, hefur verið kjörinn kynþokkafyllsti maður heims af tímaritinu People. Reynolds er 34 ára. 18.11.2010 14:00 Lilja stýrir netþáttum um fegurðardrottningar Fyrirsætan Lilja Ingibjargardóttir stýrir vikulegum netþáttum um Ungfrú Ísland sem fara í loftið á vefsíðu keppninnar og á Facebook. Lilja ætlar að ferðast um landið og spjalla við stúlkurnar sem taka þátt ásamt því að fylgjast náið með keppninni Ungfrú Reykjavík. 18.11.2010 12:30 Hafnaði Playboy Söngkonan Rihanna hefur upplýst að hún hafi hafnað því að sitja fyrir nakin í tímaritinu Playboy. 18.11.2010 11:30 Gestur fundaði með Adam Sandler í Hollywood „Þetta er allt mjög venjulegt fólk, það er að segja venjulegt fólk í mínum augum,“ segir Gestur Valur Svansson kvikmyndagerðarmaður. Gestur Valur átti fund með Adam Sandler í höfuðstöðvum framleiðslufyrirtækis hans, Happy Madison, ásamt Klovn-stjörnunni Casper Christiansen í Culver City fyrir skemmstu. 18.11.2010 11:30 Feldberg samdi við breskan útgefanda Poppdúettinn Feldberg hefur gert samning við breska fyrirtækið Small Town America um útgáfu á plötu sinni Don"t Be a Stranger þar í landi á næsta ári. Sveitin fer einnig í tónleikaferð um landið til að fylgja plötunni eftir. 18.11.2010 10:30 Funheit Beyonce bönnuð í Bretlandi Kynæsandi auglýsing fyrir nýtt ilmvatn söngkonunnar Beyoncé, Heat, hefur verið bönnuð í bresku sjónvarpi fyrir klukkan 19.30. 18.11.2010 09:00 Leynd hvílir yfir Skaupinu: Álftanes tekið fyrir „Við byrjuðum á mánudaginn og erum hérna úti á Álftanesi," segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Áramótaskaups Sjónvarpsins. Tökur á þessum vinsælasta sjónvarpslið ársins hófust í vikunni og það var hið skuldum hlaðna sveitarfélag Álftanes sem fékk þann vafasama heiður að vera heimsótt fyrst en það hefur verið töluvert í fréttum vegna bágrar fjárhagsstöðu. Gunnar vildi hins vegar ekkert gefa upp um hvar þeir væru nákvæmlega staddir enda hvílir mikil leynd yfir gerð Skaupsins líkt og í fyrra. 18.11.2010 08:30 André skrifaði á Fésbókarsíðu Jóns Gnarr „Okkur brá þegar við sáum þetta,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra. André Bachmann sagðist í Fréttablaðinu í gær hafa beðið í fimm vikur eftir svari frá borgarstjóra um hvort hann vildi verða sérstakur gestur á jólahátíð hans 8. desember. Í stað hans fékk André forsetahjónin til að hlaupa í skarðið fyrir hann. 18.11.2010 08:00 Sjá næstu 50 fréttir
Kynnir Nóbelinn Leikkonan unga Anne Hathaway kemur fram í nýju hlutverki í lok mánaðarins en hún ætlar að vera kynnir á Nóbelstónleikunum sem haldnir eru í tengslum við afhendingu friðarverðlaunanna í Osló. Hathaway stendur við hlið leikarans Denzels Washington og mun það hafa verið leikkonan sjálf sem bað um að fá að gegna þessu hlutverki. 20.11.2010 20:00
Fjölmiðlafárið var of mikið fyrir mig Sænska prinsessan Madeleine talaði í fyrsta sinn opinberlega um sambandsslitin við Jonas Bergström síðasta vor í blaðaviðtali í vikunni. Þau voru nýtrúlofuð þegar upp komst um ítrekað framhjáhald kappans, meðal annars með ungri norskri stúlku sem seldi sögu sína til slúðurblaða þar í landi. 20.11.2010 18:15
Knightley leikur Önnu Keira Knightley á nú í samningaviðræðum við leikstjórann Joe Wright um að leika Önnu Kareninu, höfuðpersónu samnefndrar skáldsögu eftir Leo Tolstoj. Wright þessi leitar greinilega ekki langt yfir skammt eftir aðalleikkonum því hann leikstýrði Keiru í Pride and Prejudice og Atonement. Working Title er með myndina á sinni könnu og er gert ráð fyrir því að fyrsta uppkast að handriti verði klárt í næsta mánuði. 20.11.2010 18:00
Kennir Frökkum að taka slátur „Hann viðurkenndi að hann hefði kúgast yfir þessu,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir matargúrú, sem sýndi frönskum sjónvarpsmanni í vikunni hvernig ætti að taka slátur. Franska sjónvarpsstöðin Arte var stödd hér á landi til að fjalla um hvernig Íslendingar hefðu brugðist við kreppunni sem svo skyndilega skall á þjóðinni. 20.11.2010 16:30
Kate leggur línurnar Kjólar eins og sá sem Kate Middleton, unnusta Vilhjálms Bretaprins, var í er trúlofun þeirra var kynnt seldust upp á innan við sólarhring eftir að myndir af henni í kjólnum birtust. Kjóllinn er hannaður af brasilískum hönnuði sem Middleton leitar gjarnan til þegar hana vantar kjóla við opinberar athafnir. 20.11.2010 15:00
Japis opnuð á ný á netinu „Það verður að hafa trú á því að fólk borgi áfram fyrir tónlist því ef að það gerir það ekki endar það þannig að ekkert verður gefið út,“ segir Ásvaldur Friðriksson. 20.11.2010 13:00
Setur upp Villiönd Ibsens fyrir norska þjóðleikhúsið Baltasar Kormákur hefur verið fenginn til að setja upp Villiöndina eftir Henrik Ibsen í norska þjóðleikhúsinu árið 2012. Villiöndin á að vera opnunarsýningin á Ibsen-hátíðinni sem leikhúsið heldur annað hvert ár en Ibsen er í hávegum hafður í menningarlífi Norðmanna. „Þetta er mikill heiður fyrir mig," segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið. Hann er staddur í Los Angeles að ráða til sín starfsfólk fyrir fyrstu stóru Hollywood-kvikmyndina sína, Contraband, sem Universal-kvikmyndaverið framleiðir með Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðalhlutverki. 20.11.2010 11:00
Ingó gefur litla bróður tækifæri á Nasa „Hann er yngri, myndarlegri og betri söngvari. Það er allt sem þarf,“ segir Ingólfur Þórarinsson, söngvari Veðurguðanna. 20.11.2010 09:15
Gerði þátt með Maggie Q Egill Örn Egilsson, íslenskur kvikmyndagerðarmaður í Hollywood, leikstýrði nýverið þætti í bandarísku spennuþáttaröðinni Nikita með Die Hard stjörnunni Maggie Q í aðalhlutverki. Þættirnir hafa hlotið mikið lof í Ameríku og fá 7,8 á imdb.com en þeir eru byggðir á valinkunnri franskri mynd um unga stúlku á refilstigum sem bjargað er af leyniþjónustu Bandaríkjanna og í kjölfarið gerð út í líki leigumorðingja. Meðal annarra leikara í þáttunum má nefna Shane West sem margir kannast við úr ER og svo Lyndsy Fonseca úr Kick-Ass. 20.11.2010 07:30
Hræðist ekki hrukkurnar Fyrirsætan Heidi Klum sagði í nýju viðtali við tímaritið Self Magazine að besta fegurðarráðið sem hún gæti gefið konum á hennar aldri væri að bæta svolitlu kjöti á beinin. 20.11.2010 06:00
Vægast sagt löðrandi „Já það var gaman að rífa í járnin með Cutlernum. Ég er 94 kíló af hreinu kjöti en hann er 130 kíló af hreinu kjöti. Ég er vanur að lyfta með Audda Blö og Hjöbba Hafliða þar sem ég er tröllið á æfingunum, en þarna var mér neglt niður á jörðina. Leið eins og aumingja alla æfinguna," segir Egill og heldur áfram: 19.11.2010 09:00
Gallerí Dunga Gallerí Dunga á Geirsgötu 5a er listagallerí sem selur verk aðeins eftir íslenskar listakonur. Við kíktum í heimsókn þar sem eigendurnir Ingibjörg Klemenz og Dunna sýndu okkur galleríið. 19.11.2010 00:01
Hjálmaklíkan með þrjár vinsælustu plöturnar Hljómsveitin Baggalútur gefur í á Tónlistanum þessa vikuna með nýjustu plötu sína, Næstu jól, og nær toppsætinu af Memfismafíunni og Diskóeyjunni. Í þriðja sæti eru síðan Hjálmar með Keflavík Kingston. Menn eru án efa kátir í herbúðum þessarra þriggja sveita, enda eru þær að miklu leyti skipaðar sömu mönnum. 19.11.2010 16:04
Friðrik Dór lofar miklu fjöri á útgáfutónleikum í kvöld „Þetta verður veisla, ein stór veisla, því get ég lofað,“ segir Friðrik Dór, söngvari, sem heldur útgáfutónleika á Nasa í kvöld. Hann lofar mikilli stemmingu en fjöldi tónlistarmanna koma fram með söngvaranum í kvöld. Á meðal þeirra eru Erpur Eyvindarson, Ásgeir Orri og Steindi Jr., auk þess mun rapparinn Henrik Biering taka lagið ásamt góðum gestum. 19.11.2010 16:26
Þór í nýrri tónleikaröð Tónlistarmaðurinn Þór Breiðfjörð Kristinsson, sem hefur verið búsettur í Kanada, er fluttur til Íslands eftir fjórtán ára fjarveru. 19.11.2010 15:00
Önnur dansmynd til Hollands „Það er mikill heiður að fá þetta tækifæri. Þetta ýtir manni áfram í að gera fleiri myndir,“ segir María Þórdís Ólafsdóttir. Dans-stuttmynd hennar, Between, hefur verið valin til þátttöku á kvikmyndahátíðina Cinedans í Amsterdam sem fer fram 9. til 12. desember. 19.11.2010 14:30
Fljúga frá Ástralíu til að sjá Frostrósir „Við verðum í Noregi um jólin og áramótin en þegar við fréttum af þessum tónleikum fannst okkur lítið tiltökumál að bæta Íslandi á listann,“ segir Ástralinn Craig Murray. Hann hyggst fljúga alla leið til Íslands og vera viðstaddur jólatónleika Frostrósa sem haldnir verða á Akureyri um miðjan næsta mánuð. Murray er að eigin sögn forfallinn Eurovision-aðdáandi og hefur verið allar götur síðan Abba-flokkurinn kom, sá og sigraði árið 1974. Hann ætti því að fá nóg fyrir sinn pening enda troða upp á tónleikunum þrír söngvarar sem eru með slíka reynslu á bakinu: þau Friðrik Ómar, Regína Ósk og Hera Björk. 19.11.2010 10:00
Páll Óskar söng óvænt fyrir börnin á Álftaborg Páll Óskar Hjálmtýsson kom í óvænta heimsókn á leikskólann Álftaborg á miðvikudaginn. Palli var á leiðinni að Lyngási en fór húsavillt og mætti því starfsmönnum Álftaborgar á kaffistofu leikskólans. Heimsóknin endaði með samsöng þar sem Palli og börnin tóku lagið. 19.11.2010 09:15
Þriðja myndin um Bridget Jones? Breski leikarinn Colin Firth hefur gefið í skyn að þriðja myndin um Bridget Jones sé væntanleg. Hinn fimmtugi Firth hefur leikið Mark Darcy, ástmann Jones, í fyrstu tveimur myndunum. 19.11.2010 08:45
Klippa kynlíf úr þekktum myndum Bandaríska fyrirtækið Family Edited DVDs sérhæfir sig í að klippa kynlífs- og ofbeldisatriði úr kvikmyndum til að gera þær fjölskylduvænar. Fyrirtækið selur svo myndirnar aftur og hefur þannig reitt stóru kvikmyndaverin til reiði. 19.11.2010 08:30
Grét eftir samfarir Jazmine Waltz, löguleg snót sem svaf hjá David Arquette skömmu eftir skilnað hans og Courteney Cox, segir leikarann hafa verið óspennandi í rúminu. Þetta kemur fram í viðtali við Waltz í bandaríska lífsstílstímaritinu Style. 19.11.2010 08:00
Helgi Svavar semur fyrir Osló Helgi Svavar Helgason hefur tekið að sér að semja tónlistina við rómantísku gamanmyndina Okkar eigin Osló í leikstjórn Reynis Lyngdal. Helgi, þekktastur fyrir að vera trymbill í Hjálmum og Flís, hefur unnið töluvert með Stefáni Jónssyni, prófessor í leiklist við Listaháskóla Íslands, og samdi meðal annars tónlistina við Enron sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. 19.11.2010 07:30
Kelly óttast krabbamein Raunveruleikastjarnan Kelly Osbourne, dóttir rokkarans Ozzy, óttast mjög að greinast með krabbamein. Átta ár eru liðin síðan móðir hennar Sharon greindist með ristilkrabbamein. „Ég er sannfærð um að ég fái krabbamein,“ sagði hin 26 ára Kelly í sjónvarpsviðtali. 19.11.2010 06:00
Fín lög, frábærar útsetningar Tólf árum eftir síðustu plötu kemur sterk og persónuleg plata frá Önnu Halldórsdóttur. 19.11.2010 06:00
Hall ver bókina sína Jerry Hall segist ekki sjá eftir því að hafa gefið út bókina Jerry Hall: My Life in Pictures sem skartar myndum af henni og fyrrverandi eiginmanni hennar, Mick Jagger, í tilhugalífinu. Hall og Jagger voru gift í níu ár og eignuðust saman fjögur börn. 19.11.2010 06:00
Clooney verðlaunaður Hjartaknúsarinn George Clooney var fyrir skömmu heiðraður í hátíðlegu kvöldverðarboði í New York fyrir mannúðarstarf sitt. Verðlaunin nefnast Ripple of Hope og eru veitt af mannréttindasamtökum Roberts F. Kennedy. 19.11.2010 05:00
Borat, Brüno ... geitahirðir Larry Charles, maðurinn sem stýrði bæði Borat og Bruno, hefur ákveðið að leikstýra Sacha Baron Cohen í þriðja sinn. Myndin fjallar um geitahirði og einræðisherra sem týnast í Bandaríkjunum, eins furðulegt og það kann að hljóma. 18.11.2010 23:30
Butler endurreisir harðhausaferilinn Gerard Butler sló eftirminnilega í gegn sem spartverski konungurinn Leonidas þegar hann barðist ásamt örfáum liðsmönnum sínum við fullmannaðan her Persa í myndinni 300. Eftir það breytti hann um stefnu, talaði inn á teiknimynd og lék í rómantískum gaman/hasarmyndum, meðal annars á móti Jennifer Aniston. 18.11.2010 23:00
Gagnrýnir Pavement-liða Billy Corgan, forsprakki Smashing Pumpkins, hefur skotið föstum skotum að hljómsveitinni Pavement. Corgan hefur haft horn í síðu Pavement-liða eftir að þeir gerðu grín að Pumpkins í laginu Range Life sem kom út 1994, eða fyrir sextán árum. 18.11.2010 22:30
Geimverur til Hollywood Hátt í fimmtán myndir um geimverur af öllum stærðum og gerðum verða frumsýndar næstu árin. Ein þeirra, Skyline, kemur hingað til lands um helgina. 18.11.2010 22:00
Mynd Reese kippt til baka vegna blótsyrða Aðstandendur kvikmyndarinnar How Do You Know með Reese Witherspoon í aðalhlutverkinu eru í miklum vandræðum eftir að kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna setti þeim skilyrði; annað hvort yrði myndin klippt eða hún yrði bönnuð. 18.11.2010 21:30
Netið er margslungið Freyr Gígja Gunnarsson hringdi til New York og heyrði í þrímenningunum á bak við myndina Catfish. Nev Schulman er umfjöllunarefnið í heimildarmyndinni og bróðir hans, Ariels Schulman og vinurinn Henry Joost leikstýra. Myndin hefur vakið mikla athygli og er sýnd á heimildarmyndahátíð Græna ljóssins. 18.11.2010 21:00
Ný Strokes-plata á lokasprettinum Eftir fjögurra ára bið er ný plata frá The Strokes í sjónmáli. New York-sveitin hefur lokið upptökum og ætti platan að koma út á næstu mánuðum. 18.11.2010 20:30
The Killers gefa út nýtt jólalag Las Vegas rokkararnir í The Killers ætla að gefa út jólasmáskífu í heimalandi sínu eins og undanfarin ár. Lagið nefnist Boots og kemur út 30. nóvember. Sveitin byrjaði að gefa út jólasmáskífur árið 2006 og hefur haldið í hefðina allar götur síðan. 18.11.2010 20:00
Umdeildi hrokagikkurinn Kanye Rapparinn umdeildi Kanye West gefur út sína fimmtu plötu eftir helgi. Gripurinn nefnist My Beautiful Dark Twisted Fantasy og á meðal gesta eru Bon Iver, Jay-Z, Rihanna og John Legend. 18.11.2010 19:30
Wolverine verður dökk og raunsæ Darren Aronofsky hefur fullvissað alla aðdáendur Wolverine um að næsta mynd um þennan skæða stökkbreyti verði ekki gleðilegt framhald af X-Men Origins: Wolverine. 18.11.2010 19:00
Vilt þú ókeypis ferð til London Símtölunum rignir inn á útvarpsstöðinni X-977 þessa dagana, enda hófst þar á mánudaginn Kings Of Leon-leikur þar sem verðlaunin eru lúxusferð til London á tónleika með sveitinni. 18.11.2010 15:51
Ryan Reynolds er kynþokkafyllstur Eiginmaður Scarlett Johansson, kanadíski leikarinn Ryan Reynolds, hefur verið kjörinn kynþokkafyllsti maður heims af tímaritinu People. Reynolds er 34 ára. 18.11.2010 14:00
Lilja stýrir netþáttum um fegurðardrottningar Fyrirsætan Lilja Ingibjargardóttir stýrir vikulegum netþáttum um Ungfrú Ísland sem fara í loftið á vefsíðu keppninnar og á Facebook. Lilja ætlar að ferðast um landið og spjalla við stúlkurnar sem taka þátt ásamt því að fylgjast náið með keppninni Ungfrú Reykjavík. 18.11.2010 12:30
Hafnaði Playboy Söngkonan Rihanna hefur upplýst að hún hafi hafnað því að sitja fyrir nakin í tímaritinu Playboy. 18.11.2010 11:30
Gestur fundaði með Adam Sandler í Hollywood „Þetta er allt mjög venjulegt fólk, það er að segja venjulegt fólk í mínum augum,“ segir Gestur Valur Svansson kvikmyndagerðarmaður. Gestur Valur átti fund með Adam Sandler í höfuðstöðvum framleiðslufyrirtækis hans, Happy Madison, ásamt Klovn-stjörnunni Casper Christiansen í Culver City fyrir skemmstu. 18.11.2010 11:30
Feldberg samdi við breskan útgefanda Poppdúettinn Feldberg hefur gert samning við breska fyrirtækið Small Town America um útgáfu á plötu sinni Don"t Be a Stranger þar í landi á næsta ári. Sveitin fer einnig í tónleikaferð um landið til að fylgja plötunni eftir. 18.11.2010 10:30
Funheit Beyonce bönnuð í Bretlandi Kynæsandi auglýsing fyrir nýtt ilmvatn söngkonunnar Beyoncé, Heat, hefur verið bönnuð í bresku sjónvarpi fyrir klukkan 19.30. 18.11.2010 09:00
Leynd hvílir yfir Skaupinu: Álftanes tekið fyrir „Við byrjuðum á mánudaginn og erum hérna úti á Álftanesi," segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Áramótaskaups Sjónvarpsins. Tökur á þessum vinsælasta sjónvarpslið ársins hófust í vikunni og það var hið skuldum hlaðna sveitarfélag Álftanes sem fékk þann vafasama heiður að vera heimsótt fyrst en það hefur verið töluvert í fréttum vegna bágrar fjárhagsstöðu. Gunnar vildi hins vegar ekkert gefa upp um hvar þeir væru nákvæmlega staddir enda hvílir mikil leynd yfir gerð Skaupsins líkt og í fyrra. 18.11.2010 08:30
André skrifaði á Fésbókarsíðu Jóns Gnarr „Okkur brá þegar við sáum þetta,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra. André Bachmann sagðist í Fréttablaðinu í gær hafa beðið í fimm vikur eftir svari frá borgarstjóra um hvort hann vildi verða sérstakur gestur á jólahátíð hans 8. desember. Í stað hans fékk André forsetahjónin til að hlaupa í skarðið fyrir hann. 18.11.2010 08:00