Lífið

RÚV gerir þátt um Poppstjörnu Íslands

Sigurlaug Jónasdóttir vinnur að þætti um poppstjörnu Íslands – Pál Óskar Hjálmtýsson.fréttablaðið/GVA
Sigurlaug Jónasdóttir vinnur að þætti um poppstjörnu Íslands – Pál Óskar Hjálmtýsson.fréttablaðið/GVA

„Þetta verður mjög skrautlegur og flottur þáttur,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. RÚV hóf nýlega framleiðslu á þætti um líf og starf poppstjörnunnar Páls Óskars Hjálmtýssonar. Þátturinn verður á dagskrá laugardaginn 18. desember, þegar Hringekjan hefur runnið sitt skeið.

„Sigurlaug Jónasdóttir er að byrja að vinna þáttinn með Páli. Þetta verður mjög glæsilegur og flottur þáttur svona rétt fyrir jólin,“ segir Sigrún og bætir við að mikið sé til af efni um Pál sem gaman verður að sýna áhorfendum.

d
„Hún var að sýna mér bunkana úr safni, það er alveg fullt af efni til um hann.

Eðli málsins samkvæmt verður Páll Óskar eini viðmælandi þáttarins og mun Sigur­laug spyrja hann spjörunum úr. Þá verður hann henni innan handar þegar efnið úr fortíðinni verður valið. - afb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.