Lífið

Trúðar koma um áramótin

Klovn-myndin verður frumsýnd á Íslandi 2. janúar í Sambíóunum. Þeim hefur þegar verið boðið að koma og vera viðstaddir frumsýninguna. Og það verður að teljast líklegt að þeir þiggi það. Fréttablaðið/Anton
Klovn-myndin verður frumsýnd á Íslandi 2. janúar í Sambíóunum. Þeim hefur þegar verið boðið að koma og vera viðstaddir frumsýninguna. Og það verður að teljast líklegt að þeir þiggi það. Fréttablaðið/Anton
Klovn:The Movie eða Trúður: Kvikmyndin verður frumsýnd á Íslandi 2. janúar í Sambíóunum. Þetta staðfestir Sigurður Viktor Chelbat hjá Samfilm við Fréttablaðið.

Myndin verður frumsýnd í Danmörku hinn 16. desember og er beðið með mikilli eftirvæntingu. Sigurður upplýsir einnig að þeir hafi boðið trúðunum sjálfum, Frank Hvam og Casper Christiansen, að vera viðstaddir frumsýninguna. „Þetta eru auðvitað menn sem elska Ísland og það væri náttúrlega bara efni í Klovn-þátt að sjá þessa kauða í kringum íslenska flugeldabrjálæðið á áramótunum,“ bætir Sigurður Viktor við.

Það eru engar ýkjur að segja Casper og Frank vera hrifna af landi og þjóð. Þeir komu til að mynda báðir fram á uppistandshátíð í Háskólabíói sem sjónvarpsmaðurinn Frímann Gunnarsson hélt fyrir ekki margt löngu og nýverið greindi Fréttablaðið frá því að Casper hefði átt fund með kvikmyndagerðarmanninum Gesti Vali Svanssyni og Adam Sandler í Los Angeles. Þá héldu Casper og eiginkona hans, Iben Hjejle, upp á jólin hér á landi fyrir ári en Hjejle sat það sama ár einnig í dómnefnd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík.- fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.