Lífið

Vill aðeins stráka

Rihanna er hamingjusöm í sambandi og er farin að velta fyrir sér barneignum.nordicphotos/getty
Rihanna er hamingjusöm í sambandi og er farin að velta fyrir sér barneignum.nordicphotos/getty

Söngkonan Rihanna viðurkenndi í viðtali við tímaritið Interview að hún væri aðeins farin að hugsa um barneignir og þegar sá tími kæmi langaði hana aðeins í syni.

„Aldurinn skiptir mig engu. Ég gæti hugsað mér að verða móðir eftir ár, það gæti einnig verið eftir tíu ár. Tíminn þarf bara að vera réttur. Það er margt sem mig langar að gera áður en ég eignast börn þannig að ég er enn að bíða eftir rétta tímanum,“ sagði Rihanna, sem vill aðeins eignast syni. „Ef ég eignaðist dóttur þá yrði hún líklega mjög uppátækjasöm og erfið. Hún yrði lítill hnoðri af karma.“

Rihanna hefur verið í sambandi með íþróttamanninum Matt Kemp frá því í janúar og sást fyrst opinberlega til parsins þegar þau voru saman í fríi í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.