Fleiri fréttir

Tevez var látinn æfa einn

Carlos Tevez mætti á sínu fyrstu æfingu hjá Man. City í dag en hann var settur í tveggja vikna verkbann í kjölfar þess að hann neitaði að koma af bekknum í Meistaradeildarleiknum gegn FC Bayern.

Mascherano: Man. City kemur illa fram við Tevez

Argentínumaðurinn Javier Mascherano, leikmaður Barcelona, hefur ákveðið að leggja orð í belg í umræðunni um Carlos Tevez. Mascherano er ekki hrifinn af framkomu Man. City í garð landa síns.

Hernandez framlengir við Man. Utd

Stuðningsmenn Man. Utd þurfa ekki að óttast að missa framherjann Javier Hernandez því hann er búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið.

Arshavin segist geta mikið betur

Rússinn Andrei Arshavin hefur ekki verið svipur hjá sjón í vetur og hann viðurkennir sjálfur að hann geti mun betur en hann hefur sýnt.

Carlos Tevez stendur við fyrri orð: Allt bara misskilningur

Carlos Tevez ætlar ekki að viðurkenna neina sekt í deilumáli sínu við Manchester City og Argentínumaðurinn heldur því enn fram að hann hafi ekki neitað að koma inn á í Meistaradeildarleik liðsins á móti Bayern München í lok síðasta mánaðar.

Beckham vill vinna fyrir Man. Utd í framtíðinni

David Beckham hefur lýst yfir áhuga á að starfa fyrir Man. Utd í framtíðinni. Hann vill gjarna fá að vera íþróttastjóri hjá félaginu eins og Zinedine Zidane er hjá Real Madrid.

Tevez er mættur aftur til Manchester

Það er fjölmiðlafár í Manchester eftir að Carlos Tevez kom aftur til borgarinnar frá Argentínu í morgun. Tveggja vikna bannið sem hann var settur í rennur út á morgun.

Reina: Það var rétt að reka Benitez

Pepe Reina, markvörður Liverpool, segir að félagið hafi gert rétt í því að láta Rafa Benitez fara á sínum tíma því Benitez hafði tapað trausti leikmanna sinna.

Æfði með kjötstykki í skónum sínum

James Collins, varnarmaður Aston Villa, var tilbúinn að prófa eitthvað nýtt til þess að ná sér góðum fyrir leik Aston Villa liðsins á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

West Ham fær ekki að kaupa Ólympíuleikvanginn

Baráttunni um Ólympíuleikvanginn í London er hvergi nærri lokið. Búið var að að úthluta West Ham völlinn eftir að ÓL lýkur næsta sumar en í dag verður sá samningur felldur úr gildi. West Ham getur þakkað það Tottenham og Leyton Orient sem kærðu gjörninginn.

Gerrard gæti byrjað gegn Man. Utd

Svo gæti farið að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verði í byrjunarliði félagsins í fyrsta skipti í hálft ár um helgina er Liverpool mætir Man. Utd.

Bruce ætlar ekki að gefast upp

Það er farið að hitna verulega undir Steve Bruce, stjóra Sunderland, enda hefur gengi Sunderland í upphafi leiktíðar verið langt undir væntingum.

Verða að eiga heima í 48 km radíus frá æfingasvæði félagsins

Aston Villa ætlar að sjá til þess í framtíðinni að leikmenn félagsins þurfi ekki að sitja langtímum saman í bíl þegar þeir skella sér á æfingar hjá liðinu. Birmingham Mail skrifar í dag um nýja framtíðarreglu enska úrvalsdeildarfélagsins.

Martin Atkinson ekki settur í skammarkrókinn

Enska dómaranum Martin Atkinson verður ekki refsað fyrir mistök sín í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór á Goodison Park á dögunum. Atkinson rak þá Everton-manninn Jack Rodwell af velli þrátt fyrir að varla hafi verið um brot að ræða.

Rooney settur á bekkinn hjá enska landsliðinu

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að Wayne Rooney muni ekki spila vináttulandsleiki með landsliðinu fyrir lokakeppni EM næsta sumar. Rooney fékk rautt spjald gegn Svartfjallalandi og verður í banni í fyrsta leik liðsins á EM.

Corinthians vill enn fá Tevez

Corinthians er enn á höttunum eftir Carlos Tevez. Það var staðfest í gær en í síðustu viku bárust fregnir af því að félagið hefði ekki neinn áhuga lengur á leikmanninum. Yfirmaður knattspyrnumála hjá Corinthians, Edu sem lék með Arsenal, greindi frá þessu í gær.

Redknapp vill að Adabayor taki á sig launalækkun

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, vill að Emanuel Adebayor taki á sig launalækkun og geri langtímasamning við félagið. Adebayor er nú hjá Tottenham sem lánsmaður hjá Manchester City.

Capello ber enn traust til Rooney

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segist enn bera traust til Wayne Rooney sem fékk að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Svartfjallalandi á föstudagskvöldið.

Mata ánægður með Torres

Juan Mata spáir því að Fernando Torres verði aftur upp á sitt allra besta í náinni framtíð. Þeir eru liðsfélagar bæði hjá Chelsea og spænska landsliðinu.

Steve Clarke ekki hrifinn af landsleikjafríinu

Steve Clarke, aðstoðarstjóri Kenny Dalglish hjá Liverpool, er ekki hrifinn af landsleikjafríinu og telur að það muni hafa slæm áhrif á undirbúning liðsins fyrir stórleikinn gegn Manchester United um næstu helgi.

Warnock ætlar að halda Dyer

Neil Warnock, knattspyrnustjóri QPR, ætlar að halda Kieron Dyer hjá félaginu þó svo að hann hafi aðeins náð að spila í þrjár mínútur með liðinu áður en hann meiddist.

Fulham verður um kyrrt á Craven Cottage

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Fulham hafa staðfest að félagið ætlar ekki að flytja frá heimavelli sínum, Craven Cottage, en byggja við leikvanginn til að koma fyrir fleirum áhorfendum.

Redknapp vill fá gamlan stjóra Tottenham í starfsliðið sitt

David Pleat, fyrrum stjóri Tottenham, gæti verið á leiðinni aftur til starfa á White Hart Lane en forráðamenn Tottenham vilja að hann taki að sér starf njósnara hjá félaginu. Pleat myndi þá fylgjast með leikmönnum heima og erlendis.

Arsenal-maðurinn heldur áfram að skora fyrir Suður-Kóreu

Arsenal-maðurinn Park Chu-young skoraði bæði mörk Suður-Kóreu í 2-2 jafntefli á móti Póllandi í vináttulandsleik í Seoul í Suður-Kóreu í dag. Park hefur þar með skorað sex mörk í síðustu þremur landsleikjum sínum og alls 23 mörk í 56 landsleikjum fyrir Suður-Kóreu.

Corinthians búið að missa áhugann á Carlos Tevez

Brasilíska félagið Corinthians hefur ekki áhuga á því að reyna að kaupa Argentínumanninn Carlos Tevez frá Manchester City nú þegar dagar Tevez hjá Manchester City eru svo gott sem taldir.

Rooney eldri neitar staðfastlega sök

Faðir Wayne Rooney, leikmanns enska landsliðsins og Manchester United, neitar staðfastlega sök eftir að hann var handtekinn vegna veðmálabrasks í gær.

Töframaðurinn Dynamo fíflar Gary Neville

Töframaðurinn Dynamo hefur verið duglegur að heimsækja strákana í enska boltanum og nú síðast kíkti hann í heimsókn til Gary Neville, fyrrum leikmanns Man. Utd.

Carragher: Hálfgert svindl að hafa ekki enskan þjálfara hjá landsliðinu

Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool og fyrrum landsliðsmaður Englendinga, segir það vera hálfgert svindl þegar enska knattspyrnusambandið ræður erlendan þjálfara á landsliðið eins og gert var með Ítalann Fabio Capello. Enska landsliðið getur tryggt sig inn á EM með því að ná í stig í Svartfjallalandi á föstudaginn.

Sjá næstu 50 fréttir