Enski boltinn

West Ham fær ekki að kaupa Ólympíuleikvanginn

Baráttunni um Ólympíuleikvanginn í London er hvergi nærri lokið. Búið var að að úthluta West Ham völlinn eftir að ÓL lýkur næsta sumar en í dag verður sá samningur felldur úr gildi. West Ham getur þakkað það Tottenham og Leyton Orient sem kærðu gjörninginn.

Breska ólympíunefndin mun áfram eiga leikvanginn en ætlar að leigja hann í stað þess að selja eins og til stóð.

Mörgum leist illa á að breyta ætti vellinum og jafnvel fjarlægja hlaupabrautina. Þar á meðal alþjóða ólympíunefndinni og því verður ekkert af því að West Ham fái að kaupa.

Forráðamenn West Ham vilja eftir sem áður ólmir komast á völlinn og hafa nú lýst yfir áhuga á að leigja leikvanginn til lengri tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×