Enski boltinn

Tevez er mættur aftur til Manchester

Það er fjölmiðlafár í Manchester eftir að Carlos Tevez kom aftur til borgarinnar frá Argentínu í morgun. Tveggja vikna bannið sem hann var settur í rennur út á morgun.

Man. City hefur nýtt síðustu tvær vikur til þess að rannsaka atvikið þar sem Tevez á að hafa neitað að koma af bekknum í Meistaradeildarleik gegn FC Bayern.

Stjóri liðsins, Roberto Mancini, varð sturlaður er Tevez neitaði að koma inn og sagði að hann myndi aldrei aftur leika undir sinni stjórn.

Nú bíða menn spenntir eftir yfirlýsingu frá Man. City um niðurstöðu rannsóknarinnar og því hvernig framhaldið verður.

Ef Man. City aðhefst ekkert frekar verður Tevez væntanlega mættur aftur á æfingu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×