Enski boltinn

Terry: Draumur að vera fyrirliði Englands á stórmóti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry á æfingu enska landsliðsins.
John Terry á æfingu enska landsliðsins. Nordic Photos / Getty Images
John Terry segir að það sé draumur sinn að fá að fara fyrir sínum mönnum í enska landsliðinu í úrslitakeppni stórmóts í knattspyrnu.

Englendingum dugir jafntefli gegn Svartfjallalandi á útivelli í kvöld til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppni EM 2012 sem fer fram í Póllandi og Úkraínu á næsta ári.

Terry missti af síðustu úrslitakeppni EM, árið 2008 í Austurríki og Sviss, þar sem Englendingum mistókst eftirminnilega að komast áfram upp úr undankeppninni.

Englendingar komust svo til Suður-Afríku á HM þar í landi árið 2010 en Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hafði þá tekið fyrirliðabandið af Terry vegna vandræða í einkalífi hans á þeim tíma.

„Það er draumur minn að fara með enska liðið á stórmót í knattspyrnu," sagði hann við enska fjölmiðla. „En það er liðið sem gengur fyrir og skiptir öllu máli að ná réttum úrslitum í leiknum í kvöld.“

„Þetta minnir mig á þegar við mættum Tyrkjum fyrir EM 2004 og þurfum jafntefli til að komast áfram. Við munum mæta rétt stemdir til leiks í dag - þjálfarinn hefur séð til þess.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×