Enski boltinn

Bruce ætlar ekki að gefast upp

Steve Bruce.
Steve Bruce.
Það er farið að hitna verulega undir Steve Bruce, stjóra Sunderland, enda hefur gengi Sunderland í upphafi leiktíðar verið langt undir væntingum.

Sunderland er í 16. sæti deildarinnar og aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

"Ég vona að fólk hafi enn trú á mér. Auðvitað efast fólk um mig þessa stundina. Engu að síður er ég ákveðnari en nokkru sinni fyrr og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að snúa genginu við. Ég gefst ekki upp," sagði Bruce.

"Auðvitað verður þetta erfitt verkefni en hvíti fáninn verður ekki dreginn upp. Ég tel mig vita hvað þurfi til að rífa liðið upp."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×