Enski boltinn

Arsenal og Real Madrid vilja bæði fá Hazard

Það verður væntanlega hart barist um Belgann Eden Hazard í janúar enda hafa bæði Arsenal og Real Madrid mikinn áhuga á leikmanninum.

Hazard er tvítugur og spilar með franska liðinu Lille. Hann hefur lengi verið orðaður við Arsenal sem reyndi að kaupa hann í sumar án árangurs. Lille fannst nóg að selja Gervinho til Arsenal.

Hazard er samningsbundinn Lille til 2015 og verður því ekki ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×