Enski boltinn

Redknapp vill fá gamlan stjóra Tottenham í starfsliðið sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Pleat og Ledley King.
David Pleat og Ledley King. Mynd/Nordic Photos/Getty
David Pleat, fyrrum stjóri Tottenham, gæti verið á leiðinni aftur til starfa á White Hart Lane en forráðamenn Tottenham vilja að hann taki að sér starf njósnara hjá félaginu. Pleat myndi þá fylgjast með leikmönnum heima og erlendis.

David Pleat, sem er 66 ára gamall, var stjóri Tottenham tímabilið 1986 til 1987 og undir hans stjórn endaði liðið í 3. sæti og komst í bikarúrslitaleikinn. Hann var engu að síður rekinn vegna vandræða í einkalífinu.

Pleat hefur síðan þrisvar sinnum tekið tímabundið við liðinu, 1998 áður en George Graham var ráðinn, 2001 þegar Graham var rekinn og svo 2003-2004 eftir að Glenn Hoddle var rekinn. Pleat hafði starfað sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham frá 1998.

Tottenham vann 60 af 199 leikjum sínum undir stjórn David Pleat sem gerir 50,42 prósent sigurhlutfall en það er besta sigurhlutfall stjóra hjá félaginu eftir seinni heimsstyrjöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×