Enski boltinn

Corinthians vill enn fá Tevez

Mörgum þykir Tevez hafa hagað sér eins og barn.
Mörgum þykir Tevez hafa hagað sér eins og barn.
Corinthians er enn á höttunum eftir Carlos Tevez. Það var staðfest í gær en í síðustu viku bárust fregnir af því að félagið hefði ekki neinn áhuga lengur á leikmanninum. Yfirmaður knattspyrnumála hjá Corinthians, Edu sem lék með Arsenal, greindi frá þessu í gær.

"Það var erfitt að ganga frá kaupum á honum áður en glugginn lokaði síðast. Nú erum við mættir til Englands og við sjáum hvað gerist. Stefnan er að fá hann til okkar næsta sumar," sagði Edu.

"Ég mun ræða við forráðamenn City. Við buðum 40 milljónir punda síðast en nú er búið að eyða hluta af því fé. Við munum einnig ræða við Tevez og sjá hvernig hann er. Hann er mjög vinsæll í Brasilíu og stuðningsmennirnir vilja fá hann."

Edu er einnig búinn að fara yfir stöðuna með umboðsmanni Tevez, Kia Joorabchian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×