Enski boltinn

Rooney settur á bekkinn hjá enska landsliðinu

Rooney fær hér að líta rauða spjaldið gegn Svartfjallalandi.
Rooney fær hér að líta rauða spjaldið gegn Svartfjallalandi.
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að Wayne Rooney muni ekki spila vináttulandsleiki með landsliðinu fyrir lokakeppni EM næsta sumar. Rooney fékk rautt spjald gegn Svartfjallalandi og verður í banni í fyrsta leik liðsins á EM.

Capello segir að enska liðið þurfi að æfa sig að spila án Rooney og þess vegna muni hann ekki spila vináttulandsleikina. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er eflaust hæstánægður með það.

"Ég þarf að finna lausnir fyrir fyrsta leikinn án Rooney og það gætu orðið tveir leikir sem við verðum án hans. Ef við finnum þessar lausnir þá þarf hann að hafa fyrir því að komast aftur í liðið hjá okkur," sagði Capello.

"Nú fer ég í það að prófa nýja leikmenn og nýjar aðferðir. Hann mun ekki vera í byrjunarliðinu en gæti spilað eitthvað í síðari hálfleik."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×